Telja ný upplýsingalög skerða rétt almennings 13. september 2011 18:05 Sigurður Kári Kristjánsson er í minni hluta allsherjarnefndar. Minni hluti í allsherjarnefnd Alþingis telur að frumvarp til nýrra upplýsingalaga feli í sér skerðingu á upplýsingarétti almennings og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Minni hlutann skipa Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármansson. Skoðun sína byggja þeir að einhverju leyti á efni sjálfs frumvarpsins, en hún virðist einnig reist á ummælum aðalhöfundar frumvarpsins í skýrslugjöf fyrir nefndinni. Trausti Fannar Valsson er formaður starfshóps sem vann að endurskoðun laganna. Hann ku hafa sagt fyrir nefndinni að frumvarpinu væri í raun ætlað að slá skjaldborg um opinbera starfsmenn og ríkisstjórn auk þess sem því væri ætlað að skapa vinnufrið í stjórnsýslunni. Félagarnir í minni hluta tala um að gömglu upplýsingalögin hafi gefist vel og ekki verið tilefni til endurskoðunar þeirra. Því veki furðu að ráðist var í það ferli. Minni hlutinn bendir á að ákveðnir kaflar frumvarpsins séu ófullbúnir, undantekningarákvæði frá meginreglu um upplýsingarétt almennings óskýr og vald framkvæmdarvaldsins til að ákvarða gildissvið laganna of umfangsmikið. Minni hlutinn nefnir og að umsagnir hagsmunaaðila um frumvarpið hafi allar verið neikvæðar. Minni hlutinn reifar svo einstakar greinar frumvarpsins og gerir athugasemdir: Gildissvið Með frumvarpinu er lagt til að gildissvið upplýsingalaga nái yfir alla lögaðila sem eru í 75% eigu hins opinbera. Það er breyting frá núgildandi lögum, sem ná nær aðeins yfir starfsemi stjórnvalda. Meiri hluti allsherjarnefndar Alþingis hefur lagt til að víkka gildissvið laganna enn frekar svo það nái einnig yfir lögaðila sem eru í 51% eigu hins opinbera. Minni hluti allsherjarnefndar telur nauðsynlegt að leggja mat á hverjar afleiðingar þvílíkrar breytingar verði. Þar sem slíkt mat liggur ekki fyrir geldur minni hlutinn varhug við því að ákvæðið sé samþykkt með þeim hætti sem lagt er til. Í frumvarpinu er lagt til að forsætisráðherra geti veitt ákveðnum lögaðilum undanþágu frá gildissviði laganna. Því ákvæði leggst minni hlutinn eindregið gegn. Hann telur að ef á annað borð eigi að fallast á slíkar undanþáguheimildir að það sé lágmark að ákvörðun um veitingu þeirra sé á hendi hlutlauss úrskurðaraðila. Gögn sem eru undanþegin upplýsingarétti Með frumvarpinu er meðal annars lagt til að vinnugögn stjórnvalda verði undanþegin upplýsingarétti almennings. Minni hlutinn gerir alvarlegar athugasemdir við þessa skipan mála. Þeir telja ákvæðið veita stjórnsýslunni frjálsar hendur við að skilgreina ákveðin gögn sem vinnugögn og undanþegja þau þar með upplýsingarétti almennings. Fjárhagsmálefni starfsmanna Með frumvarpinu er lagt til að almenningur fái upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda í stjórnsýslu og fyrirtækjum í meirihlutaeigu hins opinbera. Fram skal tekið að ákvæðið varðar ekki laun sem kjararáð ákveður, en það eru meðal annars laun ráðherra, alþingismanna og dómara. Minni hlutinn lýsir sig andsnúinn þessum tillögum á þeim grundvelli að óeðlilegt sé að ríkisstarfsmenn þurfi að upplýsa um kjör sín í ríkara mæli en starfsmenn á almennum markaði. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Minni hluti í allsherjarnefnd Alþingis telur að frumvarp til nýrra upplýsingalaga feli í sér skerðingu á upplýsingarétti almennings og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Minni hlutann skipa Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármansson. Skoðun sína byggja þeir að einhverju leyti á efni sjálfs frumvarpsins, en hún virðist einnig reist á ummælum aðalhöfundar frumvarpsins í skýrslugjöf fyrir nefndinni. Trausti Fannar Valsson er formaður starfshóps sem vann að endurskoðun laganna. Hann ku hafa sagt fyrir nefndinni að frumvarpinu væri í raun ætlað að slá skjaldborg um opinbera starfsmenn og ríkisstjórn auk þess sem því væri ætlað að skapa vinnufrið í stjórnsýslunni. Félagarnir í minni hluta tala um að gömglu upplýsingalögin hafi gefist vel og ekki verið tilefni til endurskoðunar þeirra. Því veki furðu að ráðist var í það ferli. Minni hlutinn bendir á að ákveðnir kaflar frumvarpsins séu ófullbúnir, undantekningarákvæði frá meginreglu um upplýsingarétt almennings óskýr og vald framkvæmdarvaldsins til að ákvarða gildissvið laganna of umfangsmikið. Minni hlutinn nefnir og að umsagnir hagsmunaaðila um frumvarpið hafi allar verið neikvæðar. Minni hlutinn reifar svo einstakar greinar frumvarpsins og gerir athugasemdir: Gildissvið Með frumvarpinu er lagt til að gildissvið upplýsingalaga nái yfir alla lögaðila sem eru í 75% eigu hins opinbera. Það er breyting frá núgildandi lögum, sem ná nær aðeins yfir starfsemi stjórnvalda. Meiri hluti allsherjarnefndar Alþingis hefur lagt til að víkka gildissvið laganna enn frekar svo það nái einnig yfir lögaðila sem eru í 51% eigu hins opinbera. Minni hluti allsherjarnefndar telur nauðsynlegt að leggja mat á hverjar afleiðingar þvílíkrar breytingar verði. Þar sem slíkt mat liggur ekki fyrir geldur minni hlutinn varhug við því að ákvæðið sé samþykkt með þeim hætti sem lagt er til. Í frumvarpinu er lagt til að forsætisráðherra geti veitt ákveðnum lögaðilum undanþágu frá gildissviði laganna. Því ákvæði leggst minni hlutinn eindregið gegn. Hann telur að ef á annað borð eigi að fallast á slíkar undanþáguheimildir að það sé lágmark að ákvörðun um veitingu þeirra sé á hendi hlutlauss úrskurðaraðila. Gögn sem eru undanþegin upplýsingarétti Með frumvarpinu er meðal annars lagt til að vinnugögn stjórnvalda verði undanþegin upplýsingarétti almennings. Minni hlutinn gerir alvarlegar athugasemdir við þessa skipan mála. Þeir telja ákvæðið veita stjórnsýslunni frjálsar hendur við að skilgreina ákveðin gögn sem vinnugögn og undanþegja þau þar með upplýsingarétti almennings. Fjárhagsmálefni starfsmanna Með frumvarpinu er lagt til að almenningur fái upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda í stjórnsýslu og fyrirtækjum í meirihlutaeigu hins opinbera. Fram skal tekið að ákvæðið varðar ekki laun sem kjararáð ákveður, en það eru meðal annars laun ráðherra, alþingismanna og dómara. Minni hlutinn lýsir sig andsnúinn þessum tillögum á þeim grundvelli að óeðlilegt sé að ríkisstarfsmenn þurfi að upplýsa um kjör sín í ríkara mæli en starfsmenn á almennum markaði.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels