Erlent

Sjóslys við strendur Flórída

Það þótti kraftaverki líkast að ekki fleiri fórust.
Það þótti kraftaverki líkast að ekki fleiri fórust. mynd/AFP
Ein manneskja drukknaði eftir að skúta hvolfdi út fyrir ströndum Flórída í gær. Alls átta manns voru í bátnum og náðu sjö af þeim að halda sér á floti í 20 klukkutíma áður en veiðiskip kom að þeim.

Veðrið hafði verið afar slæmt þegar skútan hvolfdi.

Á meðal þeirra sem lifðu var 4 ára gömul stúlka. Björgunarmönnum þótti ótrúlegt hversu lengi þau höfðu verið í sjónum. Þau voru hins vegar í afar slæmu ásigkomulagi þegar þau voru loks dregin um borð í björgunarskip. Nær öll þjáðust af ofkælingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×