Innlent

Skaut horn af hreindýri til þess að losa það - dýrið festist svo aftur

Björgunarsveitarmenn reyna að losa dýrið.
Björgunarsveitarmenn reyna að losa dýrið.
Björgunarfélag Hornafjarðar leysti síðdegis í gær tvö hreindýr sem voru föst í girðingu rétt ofan við Flatey á Mýrum.

Verkið gekk vel þótt fara þyrfti með ítrustu varúð því eins og kunnugt er eru hreindýr stórar og stæðilegar skepnur. Sveitin fór einnig í svipað verkefni í síðustu viku en þá var eitt dýr losað en annað hafði drepist í girðingunni.

Sem stendur er vitað um sex hreindýr á svæðinu sem föst eru saman, tvö og tvö, í víraflækjum en þau eru á ferðinni og geta nærst. Fylgst er með þeim en lítið er hægt að gera ef styggð kemur að þeim.

Séu meðfylgjandi myndir skoðaðar má sjá að annað hreindýrið er einhyrnt en hreindýraeftirlitsmaður skaut af því horn fyrir skömmu þar sem það var fast í girðingu. Við það losnaði dýrið en var nú, aðeins tveimur dögum síðar, búið að festa sig aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×