Margir skutu af byssum upp í loftið 12. febrúar 2011 05:45 Fagnað á Tahrir-torgi. Hermenn tóku virkan þátt í fagnaðarlátunum. nordicphotos/AFP Sannkölluð þjóðhátíðarstemning var á Tahrir-torgi í Kaíró og víðar í Egyptalandi í gær, þar sem mannfjöldinn fagnaði því að Hosni Mubarak forseti skyldi hafa látið undan þrýstingi fjöldans og sagt af sér eftir nærri þrjátíu ára valdatíð. Mubarak fól hernum stjórn landsins. Yfirmaður hersins, Mohammed Hussein Tantawi, verður því leiðtogi landsins þangað til efnt verður til kosninga. Mubarak sjálfur forðaði sér frá höfuðborginni og hélt til í höll sinni við Sharm-el-Sheikh syðst á Sínaískaga. Almenningur virðist nokkuð sáttur við að herinn taki að sér stjórnina, enda hefur herinn notið stuðnings landsmanna þrátt fyrir að hann hafi staðið vörð um stjórn Mubaraks. Margir hermannanna tóku þátt í fagnaðarlátunum í gær. Á Tahrir-torgi veifaði fólk fánum, ökumenn þeyttu bílflautur, flugeldum var skotið á loft og margir skutu einnig af byssum upp í loftið. „Þetta er stórkostlegasti dagur lífs míns,“ sagði Mohamed ElBaradei, leiðtogi eins stjórnarandstöðuhópanna, sem líklega mun bjóða sig fram til forseta. „Landið hefur verið frelsað eftir áratuga langa kúgun.“ Bræðralag múslima, ein stærstu samtök stjórnarandstæðinga, fagnaði ákvörðun Mubaraks og þakkaði jafnframt her landsins fyrir að standa við gefin loforð. Herráð landsins, sem nú fer með stjórnina, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það hét því að efna til kosninga sem fyrst. Í yfirlýsingunni sagðist herinn einnig ætla að aflétta hið fyrsta neyðarlögum, sem hafa verið í gildi nærri alla valdatíð Mubaraks, en þó ekki fyrr en herinn teldi það óhætt. Barack Obama Bandaríkjaforseti, leiðtogar Evrópusambandsins og þjóðhöfðingjar margra ríkja lýstu í gær ánægju sinni með þróun mála í Egyptalandi, en hvöttu jafnframt til þess að lýðræði verði virt. Það var Omar Suleiman varaforseti sem skýrði frá því að Mubarak hefði ákveðið að víkja og fá herráðinu völdin í hendur. „Megi guð hjálpa öllum,“ sagði Suleiman í lok ávarps síns, sem var stuttort. Óljóst er hvernig herinn ætlar að haga málum á næstunni. Samkvæmt stjórnarskrá á að efna til forsetakosninga innan tveggja mánaða ef forseti landsins fer frá. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Sannkölluð þjóðhátíðarstemning var á Tahrir-torgi í Kaíró og víðar í Egyptalandi í gær, þar sem mannfjöldinn fagnaði því að Hosni Mubarak forseti skyldi hafa látið undan þrýstingi fjöldans og sagt af sér eftir nærri þrjátíu ára valdatíð. Mubarak fól hernum stjórn landsins. Yfirmaður hersins, Mohammed Hussein Tantawi, verður því leiðtogi landsins þangað til efnt verður til kosninga. Mubarak sjálfur forðaði sér frá höfuðborginni og hélt til í höll sinni við Sharm-el-Sheikh syðst á Sínaískaga. Almenningur virðist nokkuð sáttur við að herinn taki að sér stjórnina, enda hefur herinn notið stuðnings landsmanna þrátt fyrir að hann hafi staðið vörð um stjórn Mubaraks. Margir hermannanna tóku þátt í fagnaðarlátunum í gær. Á Tahrir-torgi veifaði fólk fánum, ökumenn þeyttu bílflautur, flugeldum var skotið á loft og margir skutu einnig af byssum upp í loftið. „Þetta er stórkostlegasti dagur lífs míns,“ sagði Mohamed ElBaradei, leiðtogi eins stjórnarandstöðuhópanna, sem líklega mun bjóða sig fram til forseta. „Landið hefur verið frelsað eftir áratuga langa kúgun.“ Bræðralag múslima, ein stærstu samtök stjórnarandstæðinga, fagnaði ákvörðun Mubaraks og þakkaði jafnframt her landsins fyrir að standa við gefin loforð. Herráð landsins, sem nú fer með stjórnina, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það hét því að efna til kosninga sem fyrst. Í yfirlýsingunni sagðist herinn einnig ætla að aflétta hið fyrsta neyðarlögum, sem hafa verið í gildi nærri alla valdatíð Mubaraks, en þó ekki fyrr en herinn teldi það óhætt. Barack Obama Bandaríkjaforseti, leiðtogar Evrópusambandsins og þjóðhöfðingjar margra ríkja lýstu í gær ánægju sinni með þróun mála í Egyptalandi, en hvöttu jafnframt til þess að lýðræði verði virt. Það var Omar Suleiman varaforseti sem skýrði frá því að Mubarak hefði ákveðið að víkja og fá herráðinu völdin í hendur. „Megi guð hjálpa öllum,“ sagði Suleiman í lok ávarps síns, sem var stuttort. Óljóst er hvernig herinn ætlar að haga málum á næstunni. Samkvæmt stjórnarskrá á að efna til forsetakosninga innan tveggja mánaða ef forseti landsins fer frá. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira