Mannskæð átök í kjölfar mótmæla 18. febrúar 2011 03:00 Risu upp gegn Gaddafí Hundruð manna héldu út á götur í fjórum borgum Líbíu í gær.nordicphotos/AFP Þvert ofan í blátt bann við mótmælum sem Moammar Gaddafí Líbíuleiðtogi hefur sett héldu hundruð mótmælenda út á götur í fjórum borgum landsins í gær og á miðvikudag. Her landsins tók harkalega á mótmælunum og stuðningsmenn Gaddafí héldu einnig út á götur til að slást við mótmælendur. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið í þeim átökum, bæði á miðvikudagskvöld og í gær. Gaddafí hefur stjórnað Líbíu með harðri hendi í meira en fjóra áratugi og hefur heljartök á fjölmiðlum og allri stjórnmálaumræðu í landinu. „Í dag rufu Líbíubúar múr óttans. Nú er ný dögun,“ sagði Faiz Jibril, útlægur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Í Barein sendu stjórnvöld öflugt herlið með fjölda skriðdreka til þess að rýma Perlutorgið í höfuðborginni Manama í gærmorgun. Fyrir dögun hafði lögregla beitt kylfum og táragasi á mótmælendur, sem sumir hverjir voru sofandi á torginu. Að minnsta kosti fjórir létu lífið. Stjórnvöld höfðu haldið aftur af sér dögum saman og látið mótmælendur óáreitta síðan í byrjun vikunnar, þegar átök kostuðu þrjá menn lífið. Við það tvíefldust mótmælendur, sem krefjast þess að konungur og valdastétt landsins hætti að mismuna fólki eftir trúarbrögðum og gefi möguleika á lýðræðislegri vinnubrögðum. Í Sana, höfuðborg Jemens, kom einnig til átaka í gær milli mótmælenda og stuðningsmanna stjórnarinnar, sem sveifluðu kylfum og hnífum. Lögreglan reyndi að stilla til friðar en beitti sér aðallega gegn stjórnarandstæðingum. Vitni sögðu bifreiðir merkta borginni hafa verið notaðar til þess að flytja bæði kylfur og grjót til stuðningsmanna stjórnarinnar. Mótmælin í Sana hafa staðið yfir í viku og krefjast mótmælendur þess að Ali Abdullah Saleh forseti láti af embætti eftir 32 ára valdatíð. Óánægjan er sögð stafa bæði af mikilli fátækt í landinu og spillingu stjórnvalda. Mótmælendur létu einnig í sér heyra í Jórdaníu í gær og jafnvel í Írak brutust út mótmæli í gær í borginni Basra, þar sem hundruð manna kröfðust afsagnar ríkisstjórans.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Þvert ofan í blátt bann við mótmælum sem Moammar Gaddafí Líbíuleiðtogi hefur sett héldu hundruð mótmælenda út á götur í fjórum borgum landsins í gær og á miðvikudag. Her landsins tók harkalega á mótmælunum og stuðningsmenn Gaddafí héldu einnig út á götur til að slást við mótmælendur. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið í þeim átökum, bæði á miðvikudagskvöld og í gær. Gaddafí hefur stjórnað Líbíu með harðri hendi í meira en fjóra áratugi og hefur heljartök á fjölmiðlum og allri stjórnmálaumræðu í landinu. „Í dag rufu Líbíubúar múr óttans. Nú er ný dögun,“ sagði Faiz Jibril, útlægur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Í Barein sendu stjórnvöld öflugt herlið með fjölda skriðdreka til þess að rýma Perlutorgið í höfuðborginni Manama í gærmorgun. Fyrir dögun hafði lögregla beitt kylfum og táragasi á mótmælendur, sem sumir hverjir voru sofandi á torginu. Að minnsta kosti fjórir létu lífið. Stjórnvöld höfðu haldið aftur af sér dögum saman og látið mótmælendur óáreitta síðan í byrjun vikunnar, þegar átök kostuðu þrjá menn lífið. Við það tvíefldust mótmælendur, sem krefjast þess að konungur og valdastétt landsins hætti að mismuna fólki eftir trúarbrögðum og gefi möguleika á lýðræðislegri vinnubrögðum. Í Sana, höfuðborg Jemens, kom einnig til átaka í gær milli mótmælenda og stuðningsmanna stjórnarinnar, sem sveifluðu kylfum og hnífum. Lögreglan reyndi að stilla til friðar en beitti sér aðallega gegn stjórnarandstæðingum. Vitni sögðu bifreiðir merkta borginni hafa verið notaðar til þess að flytja bæði kylfur og grjót til stuðningsmanna stjórnarinnar. Mótmælin í Sana hafa staðið yfir í viku og krefjast mótmælendur þess að Ali Abdullah Saleh forseti láti af embætti eftir 32 ára valdatíð. Óánægjan er sögð stafa bæði af mikilli fátækt í landinu og spillingu stjórnvalda. Mótmælendur létu einnig í sér heyra í Jórdaníu í gær og jafnvel í Írak brutust út mótmæli í gær í borginni Basra, þar sem hundruð manna kröfðust afsagnar ríkisstjórans.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira