Erlent

Fékk stútinn á loftpressu upp í rassinn og blés út eins og blaðra

Steven McCormack er heill heilsu núna eftir að hafa blásið út eins og blaðra.
Steven McCormack er heill heilsu núna eftir að hafa blásið út eins og blaðra.
Steven McCormack, vörubílstjóri frá Nýja-Sjálandi, lenti í heldur betur furðulegu atviki á dögunum. Þegar hann var að klifra upp í vörubílinn sinn rann hann í stiganum og lenti á tanki sem innihélt súrefni undir miklum þrýstingi. Og ekki nóg með það að hann hafi lent á tankinum heldur lenti hann á stútnum sitjandi þannig að súrefnið fór af miklu krafti upp í rassinn á honum.

Steven húðin á Steven tók að teygjast og hann blés allur út. „Ég blés út eins og fótbolti. Ég átti engra kosta völ en að sitja þarna og blása út eins og blaðra,“ segir hann.

Hann öskraði af sársauka og komu vinnufélagar hans honum til bjargar og slökktu á loftpressunni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem loftinu var „tappað“ af honum og segja læknar að hann muni ná sér að fullu. Þeir segja að loft hafi komist í lungu hans og að loftið hafi aðskilið fituna frá vöðvunum á líkama hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×