Farsímanotkun veldur streitu hjá bílstjórum Erla Hlynsdóttir skrifar 6. janúar 2011 12:30 Ögmundur Jónasson velti upp hvort ástæða væri til að hækka sekt við notkun síma við akstur án handfrjáls búnaðar, en í dag nemur sektin 5 þúsund krónum. Samkvæmt niðurstöðu viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu lét gera fer almennt tillitsleysi mjög í taugarnar á ökumönnum. Þar kemur einnig fram að farsímanotkun annarra ökumanna er streituvaldur hjá bílstjórum. Umferðaröryggisráð og innanríkisráðherra boðuðu til fundar í dag um þróun umferðaröryggismála síðustu misseri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra velti þar upp hvort ástæða væri til að hækka sekt við notkun síma við akstur án handfrjálss búnaðar, en í dag nemur sektin 5 þúsund krónum. Á fundinum voru kynntar niðurstöður viðhorfskönnunarinnar þar sem spurt var um hvað það er í fari annarra ökumanna sem veldur helst álagi hjá ökumönnum. Almennt tillitsleysi annarra ökumanna fer mest í taugarnar á ökumönnum en 71,8% segja slíka hegðun valda sér helst álagi við akstur. Tillitsleysið getur komið fram með ýmsu móti og má líta svo á að þau atriði sem koma þar næst á eftir séu nánari útlistum á því hvað valdi ökumönnum mestu álagi. Þar ber hæst „skortur á notkun stefnuljósa" en 66,5% svarenda sögðu það valda sér álagi. 64,6% sögðu of hægan akstur valda sér álagi og farsímanotkun ökumanns olli álagi hjá 37,8% svarenda. Þar á eftir kemur akstur á vinstri akrein en 37% nefndu það atriði. Það er vert að nefna að tillitsleysi, skortur á notkun stefnuljósa, of hægur akstur og akstur á vinstri akrein er í mjög mörgum, ef ekki flestum, tilfellum afleiðing farsímanotkunar ökumanns. Farsímanotkun er vaxandi vandamál í umferðinni og ljóst að mjög margir ökumenn láta þá hegðun og afleiðingar hennar fara í taugarnar á sér. Samkvæmt könnun MMR frá síðasta vori höfðu 83,1 prósent aðspurðra notað farsíma undir stýri tólf mánuðina þar á undan. Algengast var að fólk notaði farsíma fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar eða um 71 prósent. Tengdar fréttir Átta létust - „Við viljum slysalausa umferð“ Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. 6. janúar 2011 11:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu lét gera fer almennt tillitsleysi mjög í taugarnar á ökumönnum. Þar kemur einnig fram að farsímanotkun annarra ökumanna er streituvaldur hjá bílstjórum. Umferðaröryggisráð og innanríkisráðherra boðuðu til fundar í dag um þróun umferðaröryggismála síðustu misseri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra velti þar upp hvort ástæða væri til að hækka sekt við notkun síma við akstur án handfrjálss búnaðar, en í dag nemur sektin 5 þúsund krónum. Á fundinum voru kynntar niðurstöður viðhorfskönnunarinnar þar sem spurt var um hvað það er í fari annarra ökumanna sem veldur helst álagi hjá ökumönnum. Almennt tillitsleysi annarra ökumanna fer mest í taugarnar á ökumönnum en 71,8% segja slíka hegðun valda sér helst álagi við akstur. Tillitsleysið getur komið fram með ýmsu móti og má líta svo á að þau atriði sem koma þar næst á eftir séu nánari útlistum á því hvað valdi ökumönnum mestu álagi. Þar ber hæst „skortur á notkun stefnuljósa" en 66,5% svarenda sögðu það valda sér álagi. 64,6% sögðu of hægan akstur valda sér álagi og farsímanotkun ökumanns olli álagi hjá 37,8% svarenda. Þar á eftir kemur akstur á vinstri akrein en 37% nefndu það atriði. Það er vert að nefna að tillitsleysi, skortur á notkun stefnuljósa, of hægur akstur og akstur á vinstri akrein er í mjög mörgum, ef ekki flestum, tilfellum afleiðing farsímanotkunar ökumanns. Farsímanotkun er vaxandi vandamál í umferðinni og ljóst að mjög margir ökumenn láta þá hegðun og afleiðingar hennar fara í taugarnar á sér. Samkvæmt könnun MMR frá síðasta vori höfðu 83,1 prósent aðspurðra notað farsíma undir stýri tólf mánuðina þar á undan. Algengast var að fólk notaði farsíma fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar eða um 71 prósent.
Tengdar fréttir Átta létust - „Við viljum slysalausa umferð“ Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. 6. janúar 2011 11:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Átta létust - „Við viljum slysalausa umferð“ Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. 6. janúar 2011 11:15