FÍB um Kristján: „Hann ber sig karlmannlega“ Erla Hlynsdóttir skrifar 6. janúar 2011 08:58 Runólfur Ólafsson, formaður FÍB „Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra og baráttumaður fyrir hlutafélaga- og vegatollavæðingu þjóðveganna út frá höfuðborgarsvæðinu er ókátur yfir undirskriftasöfnun FÍB gegn þessu áhugamáli hans og segir félagið standa ófaglega að málum. FÍB hlýtur vitaskuld að þurfa að hugsa vel sinn gang þegar slíkur fagmaður sem hann mælir svo." Þetta kemur fram í grein á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda undir yfirskriftinni „Kristján Möller segir FÍB vinna ófaglega" þar sem félagið bregst við þeim orðum sem Kristján lét falla í samtali við Vísi í gær um upptöku veggjalda í kring um höfuðborgarsvæðið. „Hann ber sig karlmannlega og lætur eins og það sé ekkert tiltökumál þótt fólk mótmæli. Fólk sé nú svosem að mótmæla ýmsum hækkunum á þessum erfiðu tímum og það sé bara eðlilegt. Þá fullyrðir hann að 50 til 60 prósent hafi mótmælt í Noregi upptöku vegatolla og þeir hafi nú samt orðið að veruleika þar. Loks leggur hann áherslu á að rangnefni sé að kalla umrædd gjöld vegtolla. Réttara sé að tala um notendagjöld," segir í greininni. Þá leggur greinarhöfundur út af orðum Kristjáns á þann veg að hann telji að gjöldin verði léttbærari ef þau heita eitthvað annað en vegtollar. Í samtali við Vísi í gær segir Kristján: „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint." Greinarhöfundur FÍB skrifar að af þessum orðum fyrrverandi samgönguráðherra sem tali eins og hann sé enn samgönguráðherra, sé ljóst „.. að hann ætlar hvergi að hvika frá því markmiði sínu að girða höfuðborgarsvæðið af með vegatollamúr og rýra með því stórlega afkomu og möguleika íbúa Suður-, Suðvestur- og Vesturlands til atvinnu, búsetuvals og ferðalaga um eigið land." Greinina má lesa í heild sinni hér. Undirskriftasöfnun FÍB stendur yfir til þriðjudagsins komandi og þegar hafa rúmlega 33 þúsund skrifað undir. Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Segir vegtolla algerlega óásættanlega Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. 5. janúar 2011 20:01 Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. 5. janúar 2011 14:39 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
„Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra og baráttumaður fyrir hlutafélaga- og vegatollavæðingu þjóðveganna út frá höfuðborgarsvæðinu er ókátur yfir undirskriftasöfnun FÍB gegn þessu áhugamáli hans og segir félagið standa ófaglega að málum. FÍB hlýtur vitaskuld að þurfa að hugsa vel sinn gang þegar slíkur fagmaður sem hann mælir svo." Þetta kemur fram í grein á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda undir yfirskriftinni „Kristján Möller segir FÍB vinna ófaglega" þar sem félagið bregst við þeim orðum sem Kristján lét falla í samtali við Vísi í gær um upptöku veggjalda í kring um höfuðborgarsvæðið. „Hann ber sig karlmannlega og lætur eins og það sé ekkert tiltökumál þótt fólk mótmæli. Fólk sé nú svosem að mótmæla ýmsum hækkunum á þessum erfiðu tímum og það sé bara eðlilegt. Þá fullyrðir hann að 50 til 60 prósent hafi mótmælt í Noregi upptöku vegatolla og þeir hafi nú samt orðið að veruleika þar. Loks leggur hann áherslu á að rangnefni sé að kalla umrædd gjöld vegtolla. Réttara sé að tala um notendagjöld," segir í greininni. Þá leggur greinarhöfundur út af orðum Kristjáns á þann veg að hann telji að gjöldin verði léttbærari ef þau heita eitthvað annað en vegtollar. Í samtali við Vísi í gær segir Kristján: „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint." Greinarhöfundur FÍB skrifar að af þessum orðum fyrrverandi samgönguráðherra sem tali eins og hann sé enn samgönguráðherra, sé ljóst „.. að hann ætlar hvergi að hvika frá því markmiði sínu að girða höfuðborgarsvæðið af með vegatollamúr og rýra með því stórlega afkomu og möguleika íbúa Suður-, Suðvestur- og Vesturlands til atvinnu, búsetuvals og ferðalaga um eigið land." Greinina má lesa í heild sinni hér. Undirskriftasöfnun FÍB stendur yfir til þriðjudagsins komandi og þegar hafa rúmlega 33 þúsund skrifað undir.
Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Segir vegtolla algerlega óásættanlega Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. 5. janúar 2011 20:01 Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. 5. janúar 2011 14:39 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06
Segir vegtolla algerlega óásættanlega Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. 5. janúar 2011 20:01
Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. 5. janúar 2011 14:39
Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09