Íslendingur sakaður um árás á góðan smekk Svisslendinga Valur Grettisson skrifar 13. janúar 2011 14:14 Úr verki Þorleifs. Er þetta árás á góðan smekk? Leikstjórinn Þorleifur Arnar Arnarsson hefur hrist heldur betur upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir nóbelskáldid Elfriede Jelinak, i uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen í Sviss á dögunum. Leikritið hefur fengið gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakar Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofa verkið í hástert. Eins segir á þýska vefnum, Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, að í þessari uppsetningu hefði verki Nóbelskáldsins Elfrede Jelinek fundið sinn samastað. „Maður verður eiginlega að vera glaður yfir þessu. Það er frábært að vekja svo sterk viðbrögð í leikhúsi að fólk finni sig knúið til þess að skrifa opinber bréf," segir Þorleifur sem kom heim á dögunum eftir stranga törn.Þorleifur Örn Arnarson þykir ekki mikill smekkmaður að mati reiðra borgara St. Gallen.„Ég rökræði náttúrulega ekkert um góðan smekk. En dynjandi lófaklappið eftir frumsýningu sannfærði mig um að ég væri að gera eitthvað rétt," segir Þorleifur sem er þakklátur fyrir viðtökurnar. Fjallað var um sýninguna í kvöldfréttum svissneska ríkissjónvarpsins. Það vakti mikla athygli að 30 borgarar St. Gallen stigu á svið og fluttu texta þar sem spurt var hvernig peningarnir þeirra, ellilífeyririnn og sparnaðurinn, skuli geta horfið eins og dögg fyrir sólu í fjármálakerfinu. Þorleifur er ekki eini Íslendingurinn sem kemur að uppsetningu verksins. Símon Birgisson hannaði leikmynd og sá um tónlist. Þeir félagar bjuggu til konsept sýningarinnar saman en verkið þykir mjög óhefðbundið þar sem það samanstendur af 100 síðum af texta án peróna, sögu eða sena. Anna Rún Tryggvadóttir sá svo um að hanna búninga. Þorleifur hefur áður sett upp leikrit í Sviss. Það var leikritið Pétur Gautur. Þá setti hann einnig upp verkið Rómeó og Júlía við góðar undirtektir. Þorleifur segist hvergi af baki dottinn þrátt fyrir meinta harkalega árás á góðan smekk Svisslendinga. „Enda er miðjumoð dauði," segir Þorleifur að lokum. Menning Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Leikstjórinn Þorleifur Arnar Arnarsson hefur hrist heldur betur upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir nóbelskáldid Elfriede Jelinak, i uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen í Sviss á dögunum. Leikritið hefur fengið gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakar Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofa verkið í hástert. Eins segir á þýska vefnum, Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, að í þessari uppsetningu hefði verki Nóbelskáldsins Elfrede Jelinek fundið sinn samastað. „Maður verður eiginlega að vera glaður yfir þessu. Það er frábært að vekja svo sterk viðbrögð í leikhúsi að fólk finni sig knúið til þess að skrifa opinber bréf," segir Þorleifur sem kom heim á dögunum eftir stranga törn.Þorleifur Örn Arnarson þykir ekki mikill smekkmaður að mati reiðra borgara St. Gallen.„Ég rökræði náttúrulega ekkert um góðan smekk. En dynjandi lófaklappið eftir frumsýningu sannfærði mig um að ég væri að gera eitthvað rétt," segir Þorleifur sem er þakklátur fyrir viðtökurnar. Fjallað var um sýninguna í kvöldfréttum svissneska ríkissjónvarpsins. Það vakti mikla athygli að 30 borgarar St. Gallen stigu á svið og fluttu texta þar sem spurt var hvernig peningarnir þeirra, ellilífeyririnn og sparnaðurinn, skuli geta horfið eins og dögg fyrir sólu í fjármálakerfinu. Þorleifur er ekki eini Íslendingurinn sem kemur að uppsetningu verksins. Símon Birgisson hannaði leikmynd og sá um tónlist. Þeir félagar bjuggu til konsept sýningarinnar saman en verkið þykir mjög óhefðbundið þar sem það samanstendur af 100 síðum af texta án peróna, sögu eða sena. Anna Rún Tryggvadóttir sá svo um að hanna búninga. Þorleifur hefur áður sett upp leikrit í Sviss. Það var leikritið Pétur Gautur. Þá setti hann einnig upp verkið Rómeó og Júlía við góðar undirtektir. Þorleifur segist hvergi af baki dottinn þrátt fyrir meinta harkalega árás á góðan smekk Svisslendinga. „Enda er miðjumoð dauði," segir Þorleifur að lokum.
Menning Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira