Herinn lofar umbótum 11. febrúar 2011 11:53 Mótmælendur hafa ákveðnar skoðanir á Omar Suleiman Egypski herinn hefur heitið því að aflétta herlögum sem hafa gilt í Egyptalandi í 30 ár ,,þegar núverandi ástandi lýkur" eins og herforingjaráðið orðar það. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi, nú fyrir stuttu, um það leiti sem mótmælendur voru að byrja að safnast saman fyrir utan forsetahöllina. Einnig er mótmælt á Tahrir torgi og fyrir utan höfuðstöðvar ríkisstjónvarpsins. Mubarak situr áfram Yfirlýsing Mubaraks í gær, að hann hygðist sitja áfram, olli vonbrigðum og reiði meðal almennings, sem hefur mótmælt síðustu 17 daga og krafist afsagnar Mubaraks, lýðræðisumbóta og frjálsra kosninga. Ásamt því að lofa afnámi herlaga, sem hefur verið ein helsta krafa mótmælenda, heitir herforingjaráðið að ,,frjálsar og sanngjarnar" forsetakosningar fari fram, umbætur verði gerðar á stjórnarskránni og að ,,öryggi þjóðarinnar" verði tryggt. Herinn hvatti einnig til þess að mótmælendur snéru sér aftur að daglegum störfum ,,til að vernda hagsmuni og eigur okkar merku þjóðar." Óttast átök Mótmælin í dag gætu orðið ákveðinn vendipunktur, að mati Jon Leyne fréttamanns BBC í Kairo. ,,Þetta verða vafalaust stærstu mótmælin hingað til og hættan er sú að herinn grípi inní" segir hann og telur að hættuástand hafi skapast. Sherine Barakat íbúi í Kairo sagði hins vegar í viðtali við BBC að hún teldi ekki hættu á inngripi hersins. ,,Í gær sögðu hermenn við okkur að þeir myndu ekki koma í veg fyrir að mótmælendur færu að forsetahöllinni." Mótmælendur treysta ekki Suleiman Í yfirlýsingu sinni í gær, sagði Mubarak að varaforsetinn og yfirmaður leyniþjónustunnar, Omar Suleiman, tæki yfir hluta af völdum forsetans, þar til kosningar færu fram í september. Ekki kom skýrt fram í hverju þessi breyting væri fólgin, en sendiráð Egyptalands í Washington sagði að Suleiman færi nú í raun með völd forsetans. Mótmælendur sættu sig ekki við þessa málamiðlun og heimtuðu áfram afsögn Mubaraks. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Egypski herinn hefur heitið því að aflétta herlögum sem hafa gilt í Egyptalandi í 30 ár ,,þegar núverandi ástandi lýkur" eins og herforingjaráðið orðar það. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi, nú fyrir stuttu, um það leiti sem mótmælendur voru að byrja að safnast saman fyrir utan forsetahöllina. Einnig er mótmælt á Tahrir torgi og fyrir utan höfuðstöðvar ríkisstjónvarpsins. Mubarak situr áfram Yfirlýsing Mubaraks í gær, að hann hygðist sitja áfram, olli vonbrigðum og reiði meðal almennings, sem hefur mótmælt síðustu 17 daga og krafist afsagnar Mubaraks, lýðræðisumbóta og frjálsra kosninga. Ásamt því að lofa afnámi herlaga, sem hefur verið ein helsta krafa mótmælenda, heitir herforingjaráðið að ,,frjálsar og sanngjarnar" forsetakosningar fari fram, umbætur verði gerðar á stjórnarskránni og að ,,öryggi þjóðarinnar" verði tryggt. Herinn hvatti einnig til þess að mótmælendur snéru sér aftur að daglegum störfum ,,til að vernda hagsmuni og eigur okkar merku þjóðar." Óttast átök Mótmælin í dag gætu orðið ákveðinn vendipunktur, að mati Jon Leyne fréttamanns BBC í Kairo. ,,Þetta verða vafalaust stærstu mótmælin hingað til og hættan er sú að herinn grípi inní" segir hann og telur að hættuástand hafi skapast. Sherine Barakat íbúi í Kairo sagði hins vegar í viðtali við BBC að hún teldi ekki hættu á inngripi hersins. ,,Í gær sögðu hermenn við okkur að þeir myndu ekki koma í veg fyrir að mótmælendur færu að forsetahöllinni." Mótmælendur treysta ekki Suleiman Í yfirlýsingu sinni í gær, sagði Mubarak að varaforsetinn og yfirmaður leyniþjónustunnar, Omar Suleiman, tæki yfir hluta af völdum forsetans, þar til kosningar færu fram í september. Ekki kom skýrt fram í hverju þessi breyting væri fólgin, en sendiráð Egyptalands í Washington sagði að Suleiman færi nú í raun með völd forsetans. Mótmælendur sættu sig ekki við þessa málamiðlun og heimtuðu áfram afsögn Mubaraks.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira