Ísland tapaði í gær fyrir Sviss á Evrópumóti landsliða í badminton sem fer nú fram í Hollandi.
Ísland tapaði öllum fimm leikjunum sínum í viðureigninni og þar með 5-0.
Íslensku keppendurnir náðu þó að vinna tvær lotur, í tvíliðaleik karla og tvíliðaleik kvenna.
Þetta var í fimmtánda sinn sem landsliðið mætir Sviss en liðið hefur aldrei borið sigur úr býtum.
Þar með er ljóst að Ísland kemst ekki áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið mætir Litháen í lokaleik riðlakeppninnar í dag.
Bæði lið eru án stiga í riðlinum en Holland og Sviss eru komin áfram. Þau mætast einnig í dag.
