Þarf að fara betur yfir frumvarp um fjölmiðla 4. janúar 2011 12:57 Skúli Helgason. Formaður menntamálanefndar Alþingis segir að enn þurfi að fara vel yfir ýmislegt í fjölmiðlafrumvarpinu. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur að huga verði bæði að tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins, en Blaðamannafélag Íslands telur með ákvæði um friðhelgina sé of langt gengið. Frumvarp til heildarlaga um fjölmiðla er nú í höndum menntamálanefndar Alþingis. Með frumvarpinu stendur meðal annars til að leiða í lög evróputilskipanir og samræma lög um ljósvakamiðla og prentmiðla; en fyrsta markmið þeirra er að stuðla að tjáningarfrelsi; eins og þar segir. Fjölmargir hafa sent nefndinni umsagnir um málið; þar á meðal Blaðamannafélag Íslands sem gagnrýnir harðlega 26. grein frumvarpsins. Þar segir að fjölmiðlar skuli halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, virða tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Blaðamannafélagið segir greinina fráleita og að hún hljóti að varða við ákvæði stjórnarskrár um frelsi til tjáningar. Sérstaklega er nefnt ákvæðið um friðhelgi einkalífsins. Ákvæðið var sett inn í frumvarpið í kjölfar umsagnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Skrifstofan segir að ákvæðið í frumvarpinu nú sé samsvarandi ákvæði og nú sé að finna í útvarpslögum. Þau hafa verið í gildi í áratug. En í umsögn skrifstofunnar segir að fjölmiðlar verði að fara gætilega með upplýsingar sem geti raskað friðhelgi einkalífs fólks. Þó megi ekki skerða tjáningarfrelsið um of, eins og þar segir, þar sem það sé undirstaða lýðræðis. Það geti orðið erfitt, en fjölmiðlar verði að gæta að bæði tjáningarfrelsinu og friðhelgi einkalífsins. Því sé lagt til að friðhelgi einkalífsins verði nefnd sérstaklega í frumvarpinu. Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði við fréttamann í morgun að umfjöllun nefndarinnar um málið sé ekki lokið. Enn eigi eftir að fara vel yfir ýmis atriði; þetta þar á meðal. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Formaður menntamálanefndar Alþingis segir að enn þurfi að fara vel yfir ýmislegt í fjölmiðlafrumvarpinu. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur að huga verði bæði að tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins, en Blaðamannafélag Íslands telur með ákvæði um friðhelgina sé of langt gengið. Frumvarp til heildarlaga um fjölmiðla er nú í höndum menntamálanefndar Alþingis. Með frumvarpinu stendur meðal annars til að leiða í lög evróputilskipanir og samræma lög um ljósvakamiðla og prentmiðla; en fyrsta markmið þeirra er að stuðla að tjáningarfrelsi; eins og þar segir. Fjölmargir hafa sent nefndinni umsagnir um málið; þar á meðal Blaðamannafélag Íslands sem gagnrýnir harðlega 26. grein frumvarpsins. Þar segir að fjölmiðlar skuli halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, virða tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Blaðamannafélagið segir greinina fráleita og að hún hljóti að varða við ákvæði stjórnarskrár um frelsi til tjáningar. Sérstaklega er nefnt ákvæðið um friðhelgi einkalífsins. Ákvæðið var sett inn í frumvarpið í kjölfar umsagnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Skrifstofan segir að ákvæðið í frumvarpinu nú sé samsvarandi ákvæði og nú sé að finna í útvarpslögum. Þau hafa verið í gildi í áratug. En í umsögn skrifstofunnar segir að fjölmiðlar verði að fara gætilega með upplýsingar sem geti raskað friðhelgi einkalífs fólks. Þó megi ekki skerða tjáningarfrelsið um of, eins og þar segir, þar sem það sé undirstaða lýðræðis. Það geti orðið erfitt, en fjölmiðlar verði að gæta að bæði tjáningarfrelsinu og friðhelgi einkalífsins. Því sé lagt til að friðhelgi einkalífsins verði nefnd sérstaklega í frumvarpinu. Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði við fréttamann í morgun að umfjöllun nefndarinnar um málið sé ekki lokið. Enn eigi eftir að fara vel yfir ýmis atriði; þetta þar á meðal.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira