Fordæma „öfgafullt“ frumvarp: Íþyngjandi fyrir skógrækt Erla Hlynsdóttir skrifar 8. febrúar 2011 10:59 Bæjarstjórn Norðurþings lýsir yfir áhyggjum af því að „duttlingar“ ráðherra hafi áhrif á skógrækt Mynd úr safni / Anton Brink „Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu." Þetta eru lokaorð harðorðrar bókunar bæjarstjórnarinnar frá 25. janúar um frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd. Þar tekur bæjarstjórn undir ítarlega greinargerð bæjarráðs frá 13. janúar og gerir að sínum. Í greinargerðinni eru settar fram alvarlegar athugasemdir við frumvarpið í ellefu liðum. „Hlaðin fordómum" „Ráðið telur tillögurnar öfgafullar og óásættanlegar eins og þær eru kynntar og því tilefni til verulegra athugasemda við frumvarpið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings," segir í bókuninni. Meðal athugasemda er að fjórða grein frumvarpsins um innflutning framandi lífvera á svæði virðist „hlaðin fordómum" í garð nýrra tegunda. Um þriðju grein þar sem fjallað er um náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar segir: „Markmið breytingarinnar virðist helst vera að auka opinber afskipti af breytingum óverulegs votlendis með tilheyrandi skrifræði og tilkostnaði. " Og auk þess: „Það verður að telja gerræðislegt að vernda sérstaklega með lögum öll þau fjölmörgu votlendissvæði sem ekki eru stærri en 1-3 ha að flatarmáli sem sérstæð og fágæt náttúrufyrirbæri."Eykur flækjustig Birkiskóga á einnig að vernda sérstaklega samkvæmt frumvarpinu en þegar eru tiltölulega ítarleg ákvæði til verndar þeim í skógræktarlögum. „Því virðist óþarft, og aðeins til þess fallið að auka flækjustig, að bæta verndun birkiskóga inn í 37. gr. laga um náttúruvernd," segir í bókuninni.Háð duttlingum ráðherra Þegar kemur að dreifingu lifandi lífvera segir í frumvarpinu að ráðherra setji um hana reglugerð, en að ráðherra geti ákveðið að vissum tegundum megi dreifa án leyfis ef ekki er talin hætta á að þær ógni líffræðilegri fjölbreytni. Þetta gagnrýna bæjarstjórnarmenn í Norðurþingi og benda á að engin ákvæði eru í tillögunni um á hvaða forsendum ráðherra ákveður lista leyfilegra tegunda og hann getur breytt honum án aðkomu Alþingis. „Þannig virðist t.d. búið að gera alla landgræðslu og skógrækt hérlendis háða duttlungum umhverfisráðherra. Það virðist gerræðislegt og er ekki ásættanlegt að mati bæjarráðs Norðurþings."Tenglar:Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd Fundargerð bæjarráðs Norðurþings, sjá 17. lið Tengdar fréttir Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00 Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36 Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
„Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu." Þetta eru lokaorð harðorðrar bókunar bæjarstjórnarinnar frá 25. janúar um frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd. Þar tekur bæjarstjórn undir ítarlega greinargerð bæjarráðs frá 13. janúar og gerir að sínum. Í greinargerðinni eru settar fram alvarlegar athugasemdir við frumvarpið í ellefu liðum. „Hlaðin fordómum" „Ráðið telur tillögurnar öfgafullar og óásættanlegar eins og þær eru kynntar og því tilefni til verulegra athugasemda við frumvarpið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings," segir í bókuninni. Meðal athugasemda er að fjórða grein frumvarpsins um innflutning framandi lífvera á svæði virðist „hlaðin fordómum" í garð nýrra tegunda. Um þriðju grein þar sem fjallað er um náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar segir: „Markmið breytingarinnar virðist helst vera að auka opinber afskipti af breytingum óverulegs votlendis með tilheyrandi skrifræði og tilkostnaði. " Og auk þess: „Það verður að telja gerræðislegt að vernda sérstaklega með lögum öll þau fjölmörgu votlendissvæði sem ekki eru stærri en 1-3 ha að flatarmáli sem sérstæð og fágæt náttúrufyrirbæri."Eykur flækjustig Birkiskóga á einnig að vernda sérstaklega samkvæmt frumvarpinu en þegar eru tiltölulega ítarleg ákvæði til verndar þeim í skógræktarlögum. „Því virðist óþarft, og aðeins til þess fallið að auka flækjustig, að bæta verndun birkiskóga inn í 37. gr. laga um náttúruvernd," segir í bókuninni.Háð duttlingum ráðherra Þegar kemur að dreifingu lifandi lífvera segir í frumvarpinu að ráðherra setji um hana reglugerð, en að ráðherra geti ákveðið að vissum tegundum megi dreifa án leyfis ef ekki er talin hætta á að þær ógni líffræðilegri fjölbreytni. Þetta gagnrýna bæjarstjórnarmenn í Norðurþingi og benda á að engin ákvæði eru í tillögunni um á hvaða forsendum ráðherra ákveður lista leyfilegra tegunda og hann getur breytt honum án aðkomu Alþingis. „Þannig virðist t.d. búið að gera alla landgræðslu og skógrækt hérlendis háða duttlungum umhverfisráðherra. Það virðist gerræðislegt og er ekki ásættanlegt að mati bæjarráðs Norðurþings."Tenglar:Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd Fundargerð bæjarráðs Norðurþings, sjá 17. lið
Tengdar fréttir Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00 Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36 Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00
Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36
Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24