Þremenningar játa sjötíu innbrot - tveir þeirra eru 17 ára 4. febrúar 2011 10:55 Þrír útlendingar sem búa á landsbyggðinni hafa játað að hafa framið um sjötíu innbrot hér á landi á síðustu mánuðum. Í byrjun október síðastliðinn fór að bera á aukningu innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru framin með svipuðum hætti og virtust þjófarnir helst hafa áhuga á skartgripum. Fyrstu innbrotin voru framin í Kópavogi og Breiðholti en færðust svo yfir til Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Upplýsingar voru sendar íbúum á vef lögreglu þann 14. desember þar sem varað var við innbrotsþjófum og íbúar hvattir til að láta lögreglu vita yrðu þeir grunsamlegra mannaferða varir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Grunur beindist að ákveðnum mönnum og voru þeir yfirheyrðir án þess að niðurstaða fengist. Laugardaginn 15. janúar var einn þessara manna handtekinn vegna gruns um innbrot í heimahús í Mosfellsbæ. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið sem taldir voru meðsekir. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald einnig. Þremenningarnir, tveir 17 ára piltar og 23 ára karlmaður, útlendingar búsettir hér á landi, hafa sætt varðhaldi óslitið frá þeim tíma. Þeir hafa játað rúm fimmtíu innbrot í heimahús á höfuðborgarsvæðinu, þau fyrstu framin fyrir tveimur árum síðan, og vel á annan tug innbrota í hótel og gistiheimili. Samtals liggja því fyrir játningar á um sjötíu innbrotum. Rannsókn þessara mála hefur verið mjög umfangsmikil af hálfu lögreglu en á þriðja tug manna hafa komið að henni með einum eða öðrum hætti. Rannsókn stendur enn yfir. Athygli er vakin á því að lögreglan mun setja sig í samband við brotaþola á næstu dögum varðandi bótakröfur meðal annars. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Þrír útlendingar sem búa á landsbyggðinni hafa játað að hafa framið um sjötíu innbrot hér á landi á síðustu mánuðum. Í byrjun október síðastliðinn fór að bera á aukningu innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru framin með svipuðum hætti og virtust þjófarnir helst hafa áhuga á skartgripum. Fyrstu innbrotin voru framin í Kópavogi og Breiðholti en færðust svo yfir til Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Upplýsingar voru sendar íbúum á vef lögreglu þann 14. desember þar sem varað var við innbrotsþjófum og íbúar hvattir til að láta lögreglu vita yrðu þeir grunsamlegra mannaferða varir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Grunur beindist að ákveðnum mönnum og voru þeir yfirheyrðir án þess að niðurstaða fengist. Laugardaginn 15. janúar var einn þessara manna handtekinn vegna gruns um innbrot í heimahús í Mosfellsbæ. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið sem taldir voru meðsekir. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald einnig. Þremenningarnir, tveir 17 ára piltar og 23 ára karlmaður, útlendingar búsettir hér á landi, hafa sætt varðhaldi óslitið frá þeim tíma. Þeir hafa játað rúm fimmtíu innbrot í heimahús á höfuðborgarsvæðinu, þau fyrstu framin fyrir tveimur árum síðan, og vel á annan tug innbrota í hótel og gistiheimili. Samtals liggja því fyrir játningar á um sjötíu innbrotum. Rannsókn þessara mála hefur verið mjög umfangsmikil af hálfu lögreglu en á þriðja tug manna hafa komið að henni með einum eða öðrum hætti. Rannsókn stendur enn yfir. Athygli er vakin á því að lögreglan mun setja sig í samband við brotaþola á næstu dögum varðandi bótakröfur meðal annars.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira