Iðnir innbrotsþjófar - „Með því stærra sem við höfum séð" 4. febrúar 2011 12:13 Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að innbrotsþjófarnir þrír sem játað hafa á sig um 70 innbrot á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim stórtækari sem lögreglan hefur náð í. Fyrstu brotin voru framin fyrir um tveimur árum síðan. Innbrotum af þessu tagi fækkaði eftir að mennirnir voru settir í gæsluvarðhald. Óhætt er að segja að þetta sé eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. Í byrjun október síðastliðinn fór að bera á aukningu innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru framin með svipuðum hætti það er um miðjan dag þegar fólk var að heiman, og virtust þjófarnir helst hafa áhuga á skartgripum, tölvubúnaði, flatskjám og fleira í þeim dúr. Fyrstu innbrotin voru framin í Kópavogi og Breiðholti en færðust svo yfir til Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Grunur beindist að ákveðnum mönnum og voru þeir yfirheyrðir án þess að niðurstaða fengist. Laugardaginn 15. janúar síðastliðinn var einn þessara manna handtekinn vegna gruns um innbrot í heimahús í Mosfellsbæ. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið sem taldir voru meðsekir, og í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur haft veg og vanda að rannsókninni: „Það liggur fyrir játning á innbrotum í um fimmtíu heimahús og um tuttugu innbrot í gistiheimili og hótel. Það tekur sinn tíma að finna út úr þessu og rannsaka, rannsóknni er viðamikil og hefur staðið yfir frá því þessir menn voru handteknir," segir Árni. Þremenningarnir, tveir 17 ára piltar og 23 ára karlmaður eru allir útlendingar búsettir hér á landi. Árni vekur athygli á því að lögregla muni setja sig í samband við brotaþola á næstu dögum varðandi bótakröfur, en rannsókn er enn ólokið. En hvað með stærðargráðuna, er þetta með því stærra sem hefur verið upplýst hér á landi? „Ég held það sé óhætt að fullyrða að svo sé. Þetta er með því stærra en endanleg verðmæti liggja ekki fyrir núna. Það á eftir að skoða það og kortleggja áður en rannsókn lýkur. Tengdar fréttir Þremenningar játa sjötíu innbrot - tveir þeirra eru 17 ára Þrír útlendingar sem búa á landsbyggðinni hafa játað að hafa framið um sjötíu innbrot hér á landi á síðustu mánuðum. 4. febrúar 2011 10:55 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Sjá meira
Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að innbrotsþjófarnir þrír sem játað hafa á sig um 70 innbrot á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim stórtækari sem lögreglan hefur náð í. Fyrstu brotin voru framin fyrir um tveimur árum síðan. Innbrotum af þessu tagi fækkaði eftir að mennirnir voru settir í gæsluvarðhald. Óhætt er að segja að þetta sé eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. Í byrjun október síðastliðinn fór að bera á aukningu innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru framin með svipuðum hætti það er um miðjan dag þegar fólk var að heiman, og virtust þjófarnir helst hafa áhuga á skartgripum, tölvubúnaði, flatskjám og fleira í þeim dúr. Fyrstu innbrotin voru framin í Kópavogi og Breiðholti en færðust svo yfir til Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Grunur beindist að ákveðnum mönnum og voru þeir yfirheyrðir án þess að niðurstaða fengist. Laugardaginn 15. janúar síðastliðinn var einn þessara manna handtekinn vegna gruns um innbrot í heimahús í Mosfellsbæ. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið sem taldir voru meðsekir, og í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur haft veg og vanda að rannsókninni: „Það liggur fyrir játning á innbrotum í um fimmtíu heimahús og um tuttugu innbrot í gistiheimili og hótel. Það tekur sinn tíma að finna út úr þessu og rannsaka, rannsóknni er viðamikil og hefur staðið yfir frá því þessir menn voru handteknir," segir Árni. Þremenningarnir, tveir 17 ára piltar og 23 ára karlmaður eru allir útlendingar búsettir hér á landi. Árni vekur athygli á því að lögregla muni setja sig í samband við brotaþola á næstu dögum varðandi bótakröfur, en rannsókn er enn ólokið. En hvað með stærðargráðuna, er þetta með því stærra sem hefur verið upplýst hér á landi? „Ég held það sé óhætt að fullyrða að svo sé. Þetta er með því stærra en endanleg verðmæti liggja ekki fyrir núna. Það á eftir að skoða það og kortleggja áður en rannsókn lýkur.
Tengdar fréttir Þremenningar játa sjötíu innbrot - tveir þeirra eru 17 ára Þrír útlendingar sem búa á landsbyggðinni hafa játað að hafa framið um sjötíu innbrot hér á landi á síðustu mánuðum. 4. febrúar 2011 10:55 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Sjá meira
Þremenningar játa sjötíu innbrot - tveir þeirra eru 17 ára Þrír útlendingar sem búa á landsbyggðinni hafa játað að hafa framið um sjötíu innbrot hér á landi á síðustu mánuðum. 4. febrúar 2011 10:55