Sjóvá hirðir hluta slysabóta Karen Kjartansdóttir skrifar 2. janúar 2011 18:41 Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið hirðir hinn hlutann og segir ástæðuna þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi skuldað sér pening. Í apríl árið 2009 lenti Jóhann Ingi Ármannsson í vinnuslysi þegar hann var við störf hjá BM-Vallá. Við slysið missti Jóhann framan af baugfingri hægri handar auk þess sem hann hefur takmarkað grip eftir slysið og stöðug eymsli, sérstaklega í kulda. BM-Vallár var með starfsmenn sína tryggða hjá Sjóvá og var metið að Jóhann ætti að fá greiddar tvær milljónir og sjöhundruð þúsund í bætur vegna slyssins. En þessir peningar skiluðu sér ekki allir til Jóhanns. „Tryggingarnar tóku 14 hundruð þúsund krónur af bótunum upp í vangoldin gjöld hjá Sjóvá," segir Jóhann Ingi, sem telur sárt að gengið sé á hans réttmætu bætur vegna vanskila annarra. Þau svör fengust hjá Sjóvá að heimild væri fyrir vátryggingafélög að taka af bótum fólks vegna vangoldinna iðgjalda þess fyrirtækis sem það starfar hjá. Í samtali Stöðvar 2 við lögmann Sjóvár kom þó fram að þessari heimild væri sjaldan beitt enda væri nokkuð kaldranalegt að ganga á bætur fólks vegna vanskila þess fyrirtækis sem það vann fyrir. Ekki væri útséð með að Jóhann þyrfti að sitja uppi með allan skaðann þar sem hann á forgangskröfu í þrotabú BM-Vallár. Þá segir Ásgeir Lárusson, forstjóri Sjóvár, að í ljósi breyttra forsenda frá því það var gert upp síðasta sumar verði mál Jóhanns tekið upp að nýju innan skamms. Jóhann er fluttur til Noregs og starfar þar sem bílstjóri á steypubíl. Hann segir starfsorku sína töluvert skerta eftir slysið og þykir leitt að geta ekki verið til sjós eins og hann var mikið áður. Taka skal fram að BM-Vallá varð gjaldþrota og fyrirtæki sem starfar undir sama nafni í dag er ótengt rekstri gamla félagsins. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið hirðir hinn hlutann og segir ástæðuna þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi skuldað sér pening. Í apríl árið 2009 lenti Jóhann Ingi Ármannsson í vinnuslysi þegar hann var við störf hjá BM-Vallá. Við slysið missti Jóhann framan af baugfingri hægri handar auk þess sem hann hefur takmarkað grip eftir slysið og stöðug eymsli, sérstaklega í kulda. BM-Vallár var með starfsmenn sína tryggða hjá Sjóvá og var metið að Jóhann ætti að fá greiddar tvær milljónir og sjöhundruð þúsund í bætur vegna slyssins. En þessir peningar skiluðu sér ekki allir til Jóhanns. „Tryggingarnar tóku 14 hundruð þúsund krónur af bótunum upp í vangoldin gjöld hjá Sjóvá," segir Jóhann Ingi, sem telur sárt að gengið sé á hans réttmætu bætur vegna vanskila annarra. Þau svör fengust hjá Sjóvá að heimild væri fyrir vátryggingafélög að taka af bótum fólks vegna vangoldinna iðgjalda þess fyrirtækis sem það starfar hjá. Í samtali Stöðvar 2 við lögmann Sjóvár kom þó fram að þessari heimild væri sjaldan beitt enda væri nokkuð kaldranalegt að ganga á bætur fólks vegna vanskila þess fyrirtækis sem það vann fyrir. Ekki væri útséð með að Jóhann þyrfti að sitja uppi með allan skaðann þar sem hann á forgangskröfu í þrotabú BM-Vallár. Þá segir Ásgeir Lárusson, forstjóri Sjóvár, að í ljósi breyttra forsenda frá því það var gert upp síðasta sumar verði mál Jóhanns tekið upp að nýju innan skamms. Jóhann er fluttur til Noregs og starfar þar sem bílstjóri á steypubíl. Hann segir starfsorku sína töluvert skerta eftir slysið og þykir leitt að geta ekki verið til sjós eins og hann var mikið áður. Taka skal fram að BM-Vallá varð gjaldþrota og fyrirtæki sem starfar undir sama nafni í dag er ótengt rekstri gamla félagsins.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira