Sjóvá hirðir hluta slysabóta Karen Kjartansdóttir skrifar 2. janúar 2011 18:41 Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið hirðir hinn hlutann og segir ástæðuna þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi skuldað sér pening. Í apríl árið 2009 lenti Jóhann Ingi Ármannsson í vinnuslysi þegar hann var við störf hjá BM-Vallá. Við slysið missti Jóhann framan af baugfingri hægri handar auk þess sem hann hefur takmarkað grip eftir slysið og stöðug eymsli, sérstaklega í kulda. BM-Vallár var með starfsmenn sína tryggða hjá Sjóvá og var metið að Jóhann ætti að fá greiddar tvær milljónir og sjöhundruð þúsund í bætur vegna slyssins. En þessir peningar skiluðu sér ekki allir til Jóhanns. „Tryggingarnar tóku 14 hundruð þúsund krónur af bótunum upp í vangoldin gjöld hjá Sjóvá," segir Jóhann Ingi, sem telur sárt að gengið sé á hans réttmætu bætur vegna vanskila annarra. Þau svör fengust hjá Sjóvá að heimild væri fyrir vátryggingafélög að taka af bótum fólks vegna vangoldinna iðgjalda þess fyrirtækis sem það starfar hjá. Í samtali Stöðvar 2 við lögmann Sjóvár kom þó fram að þessari heimild væri sjaldan beitt enda væri nokkuð kaldranalegt að ganga á bætur fólks vegna vanskila þess fyrirtækis sem það vann fyrir. Ekki væri útséð með að Jóhann þyrfti að sitja uppi með allan skaðann þar sem hann á forgangskröfu í þrotabú BM-Vallár. Þá segir Ásgeir Lárusson, forstjóri Sjóvár, að í ljósi breyttra forsenda frá því það var gert upp síðasta sumar verði mál Jóhanns tekið upp að nýju innan skamms. Jóhann er fluttur til Noregs og starfar þar sem bílstjóri á steypubíl. Hann segir starfsorku sína töluvert skerta eftir slysið og þykir leitt að geta ekki verið til sjós eins og hann var mikið áður. Taka skal fram að BM-Vallá varð gjaldþrota og fyrirtæki sem starfar undir sama nafni í dag er ótengt rekstri gamla félagsins. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið hirðir hinn hlutann og segir ástæðuna þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi skuldað sér pening. Í apríl árið 2009 lenti Jóhann Ingi Ármannsson í vinnuslysi þegar hann var við störf hjá BM-Vallá. Við slysið missti Jóhann framan af baugfingri hægri handar auk þess sem hann hefur takmarkað grip eftir slysið og stöðug eymsli, sérstaklega í kulda. BM-Vallár var með starfsmenn sína tryggða hjá Sjóvá og var metið að Jóhann ætti að fá greiddar tvær milljónir og sjöhundruð þúsund í bætur vegna slyssins. En þessir peningar skiluðu sér ekki allir til Jóhanns. „Tryggingarnar tóku 14 hundruð þúsund krónur af bótunum upp í vangoldin gjöld hjá Sjóvá," segir Jóhann Ingi, sem telur sárt að gengið sé á hans réttmætu bætur vegna vanskila annarra. Þau svör fengust hjá Sjóvá að heimild væri fyrir vátryggingafélög að taka af bótum fólks vegna vangoldinna iðgjalda þess fyrirtækis sem það starfar hjá. Í samtali Stöðvar 2 við lögmann Sjóvár kom þó fram að þessari heimild væri sjaldan beitt enda væri nokkuð kaldranalegt að ganga á bætur fólks vegna vanskila þess fyrirtækis sem það vann fyrir. Ekki væri útséð með að Jóhann þyrfti að sitja uppi með allan skaðann þar sem hann á forgangskröfu í þrotabú BM-Vallár. Þá segir Ásgeir Lárusson, forstjóri Sjóvár, að í ljósi breyttra forsenda frá því það var gert upp síðasta sumar verði mál Jóhanns tekið upp að nýju innan skamms. Jóhann er fluttur til Noregs og starfar þar sem bílstjóri á steypubíl. Hann segir starfsorku sína töluvert skerta eftir slysið og þykir leitt að geta ekki verið til sjós eins og hann var mikið áður. Taka skal fram að BM-Vallá varð gjaldþrota og fyrirtæki sem starfar undir sama nafni í dag er ótengt rekstri gamla félagsins.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira