Hraðbrautin gegnum Þingvelli Sigurður Jón Ólafsson skrifar 22. september 2011 06:00 Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Þingvallavatn er eitt tærasta vatn sem um getur, en ef köfnunarefni, nitur og fleira frá umferðinni fer út í vatnið kemur þörungagróður, og þá hverfur blái liturinn og vatnið spillist." Þetta er haft eftir Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, í Fréttablaðinu 5. september sl. Já, það er sannarlega gott að vera vitur eftir á. Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur sem manna gerzt þekkir Þingvelli og Þingvallavatn, enda hefur hann rannsakað það af kostgæfni og sjálfur upp alinn við Miðfell, varaði margsinnis við lagningu hraðbrautar milli Laugarvatns og Þingvalla. Hann benti einmitt á það, að nitur frá mikilli bílaumferð myndi breyta ásýnd vatnsins; með tíð og tíma yrði það grænt og gruggugt í stað þess bláa og tæra litar, sem einkennir það í dag og hefur gjört í þúsundir ára. Það hefði mátt lagfæra gamla veginn eins og margir vildu eða leggja nýjan veg frá Laugarvatni sunnan við Lyngdalsheiði og niður að Írafossi og þaðan áfram til vesturs einsog Pétur lagði til (Mbl. 11.12. 2006). Pétur varaði við afleiðingum þessara framkvæmda í sinni stórmerku bók Þingvallavatn – undraheimur í mótun, í endurskoðaðri útgáfu 2007, í grein í Náttúrufræðingnum 1.-2. tbl. 2004, auk ýmissa greina í dagblöðum. Hann benti m.a. á, að afleiðingar þessara framkvæmda yrðu þær, að Þingvellir yrðu teknir af heimsminjaskrá Unesco. Það hefur ekki verið venja hér á landi að hlusta á varnaðarorð vísindamanna, þegar gróðahyggjan er annars vegar. Pétur kærði úrskurð Skipulagsstofnunar um vegalagningu til umhverfisráðuneytisins á sínum tíma, en sú kæra var einfaldlega ekki tekin gild enda var umhverfisráðuneytið á þessum tíma ekkert annað en afgreiðslustofnun fyrir iðnaðar- og samgönguráðuneytin. Þessi nýja hraðbraut hefur haft í för með sér gífurlega aukningu bílaumferðar eins og séð var fyrir. Margir þeirra sem nýta sér þennan nýja veg eru einfaldlega að stytta sér leið til höfuðstaðarins án viðkomu á Þingvöllum. Þó að hámarkshraði innan þjóðgarðs sé 50 km á klst. eru fæstir sem virða þau hraðatakmörk. Nú sjá menn kannski fram á, að varnarorð Péturs og fleiri vísindamanna, sem þátt tóku í þessari umræðu, hafi átt við einhver rök að styðjast. En hvað ætla menn að gera? Loka hraðbrautinni yfir sumartímann? Ætli margir myndu samþykkja það. Þjóðgarðsvörður leggur til, að hafnar verði mengunarmælingar í þjóðgarðinum. Það er auðvitað góðra gjalda vert. Fáum við svo að vita öðru hverju, að mengunin sé yfir hættumörkum og ofnæmissjúklingum, börnum og gamalmennum sé ráðlagt að skreppa ekki í bíltúr til Þingvalla þennan daginn eða hinn? Ætli þetta verði ekki einsog þegar svifrykið fer yfir hættumörk í Reykjavík. Þá er ekki verið að draga úr umferð eða loka bíla inni í bílskúrum. Nei, frekar að loka börn og ofnæmissjúklinga inni. Vöknum við ef til vill einn „góðan" veðurdag við það, að Þingvallavatn er orðið grænt og gruggugt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Þingvallavatn er eitt tærasta vatn sem um getur, en ef köfnunarefni, nitur og fleira frá umferðinni fer út í vatnið kemur þörungagróður, og þá hverfur blái liturinn og vatnið spillist." Þetta er haft eftir Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, í Fréttablaðinu 5. september sl. Já, það er sannarlega gott að vera vitur eftir á. Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur sem manna gerzt þekkir Þingvelli og Þingvallavatn, enda hefur hann rannsakað það af kostgæfni og sjálfur upp alinn við Miðfell, varaði margsinnis við lagningu hraðbrautar milli Laugarvatns og Þingvalla. Hann benti einmitt á það, að nitur frá mikilli bílaumferð myndi breyta ásýnd vatnsins; með tíð og tíma yrði það grænt og gruggugt í stað þess bláa og tæra litar, sem einkennir það í dag og hefur gjört í þúsundir ára. Það hefði mátt lagfæra gamla veginn eins og margir vildu eða leggja nýjan veg frá Laugarvatni sunnan við Lyngdalsheiði og niður að Írafossi og þaðan áfram til vesturs einsog Pétur lagði til (Mbl. 11.12. 2006). Pétur varaði við afleiðingum þessara framkvæmda í sinni stórmerku bók Þingvallavatn – undraheimur í mótun, í endurskoðaðri útgáfu 2007, í grein í Náttúrufræðingnum 1.-2. tbl. 2004, auk ýmissa greina í dagblöðum. Hann benti m.a. á, að afleiðingar þessara framkvæmda yrðu þær, að Þingvellir yrðu teknir af heimsminjaskrá Unesco. Það hefur ekki verið venja hér á landi að hlusta á varnaðarorð vísindamanna, þegar gróðahyggjan er annars vegar. Pétur kærði úrskurð Skipulagsstofnunar um vegalagningu til umhverfisráðuneytisins á sínum tíma, en sú kæra var einfaldlega ekki tekin gild enda var umhverfisráðuneytið á þessum tíma ekkert annað en afgreiðslustofnun fyrir iðnaðar- og samgönguráðuneytin. Þessi nýja hraðbraut hefur haft í för með sér gífurlega aukningu bílaumferðar eins og séð var fyrir. Margir þeirra sem nýta sér þennan nýja veg eru einfaldlega að stytta sér leið til höfuðstaðarins án viðkomu á Þingvöllum. Þó að hámarkshraði innan þjóðgarðs sé 50 km á klst. eru fæstir sem virða þau hraðatakmörk. Nú sjá menn kannski fram á, að varnarorð Péturs og fleiri vísindamanna, sem þátt tóku í þessari umræðu, hafi átt við einhver rök að styðjast. En hvað ætla menn að gera? Loka hraðbrautinni yfir sumartímann? Ætli margir myndu samþykkja það. Þjóðgarðsvörður leggur til, að hafnar verði mengunarmælingar í þjóðgarðinum. Það er auðvitað góðra gjalda vert. Fáum við svo að vita öðru hverju, að mengunin sé yfir hættumörkum og ofnæmissjúklingum, börnum og gamalmennum sé ráðlagt að skreppa ekki í bíltúr til Þingvalla þennan daginn eða hinn? Ætli þetta verði ekki einsog þegar svifrykið fer yfir hættumörk í Reykjavík. Þá er ekki verið að draga úr umferð eða loka bíla inni í bílskúrum. Nei, frekar að loka börn og ofnæmissjúklinga inni. Vöknum við ef til vill einn „góðan" veðurdag við það, að Þingvallavatn er orðið grænt og gruggugt?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun