Hraðbrautin gegnum Þingvelli Sigurður Jón Ólafsson skrifar 22. september 2011 06:00 Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Þingvallavatn er eitt tærasta vatn sem um getur, en ef köfnunarefni, nitur og fleira frá umferðinni fer út í vatnið kemur þörungagróður, og þá hverfur blái liturinn og vatnið spillist." Þetta er haft eftir Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, í Fréttablaðinu 5. september sl. Já, það er sannarlega gott að vera vitur eftir á. Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur sem manna gerzt þekkir Þingvelli og Þingvallavatn, enda hefur hann rannsakað það af kostgæfni og sjálfur upp alinn við Miðfell, varaði margsinnis við lagningu hraðbrautar milli Laugarvatns og Þingvalla. Hann benti einmitt á það, að nitur frá mikilli bílaumferð myndi breyta ásýnd vatnsins; með tíð og tíma yrði það grænt og gruggugt í stað þess bláa og tæra litar, sem einkennir það í dag og hefur gjört í þúsundir ára. Það hefði mátt lagfæra gamla veginn eins og margir vildu eða leggja nýjan veg frá Laugarvatni sunnan við Lyngdalsheiði og niður að Írafossi og þaðan áfram til vesturs einsog Pétur lagði til (Mbl. 11.12. 2006). Pétur varaði við afleiðingum þessara framkvæmda í sinni stórmerku bók Þingvallavatn – undraheimur í mótun, í endurskoðaðri útgáfu 2007, í grein í Náttúrufræðingnum 1.-2. tbl. 2004, auk ýmissa greina í dagblöðum. Hann benti m.a. á, að afleiðingar þessara framkvæmda yrðu þær, að Þingvellir yrðu teknir af heimsminjaskrá Unesco. Það hefur ekki verið venja hér á landi að hlusta á varnaðarorð vísindamanna, þegar gróðahyggjan er annars vegar. Pétur kærði úrskurð Skipulagsstofnunar um vegalagningu til umhverfisráðuneytisins á sínum tíma, en sú kæra var einfaldlega ekki tekin gild enda var umhverfisráðuneytið á þessum tíma ekkert annað en afgreiðslustofnun fyrir iðnaðar- og samgönguráðuneytin. Þessi nýja hraðbraut hefur haft í för með sér gífurlega aukningu bílaumferðar eins og séð var fyrir. Margir þeirra sem nýta sér þennan nýja veg eru einfaldlega að stytta sér leið til höfuðstaðarins án viðkomu á Þingvöllum. Þó að hámarkshraði innan þjóðgarðs sé 50 km á klst. eru fæstir sem virða þau hraðatakmörk. Nú sjá menn kannski fram á, að varnarorð Péturs og fleiri vísindamanna, sem þátt tóku í þessari umræðu, hafi átt við einhver rök að styðjast. En hvað ætla menn að gera? Loka hraðbrautinni yfir sumartímann? Ætli margir myndu samþykkja það. Þjóðgarðsvörður leggur til, að hafnar verði mengunarmælingar í þjóðgarðinum. Það er auðvitað góðra gjalda vert. Fáum við svo að vita öðru hverju, að mengunin sé yfir hættumörkum og ofnæmissjúklingum, börnum og gamalmennum sé ráðlagt að skreppa ekki í bíltúr til Þingvalla þennan daginn eða hinn? Ætli þetta verði ekki einsog þegar svifrykið fer yfir hættumörk í Reykjavík. Þá er ekki verið að draga úr umferð eða loka bíla inni í bílskúrum. Nei, frekar að loka börn og ofnæmissjúklinga inni. Vöknum við ef til vill einn „góðan" veðurdag við það, að Þingvallavatn er orðið grænt og gruggugt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Þingvallavatn er eitt tærasta vatn sem um getur, en ef köfnunarefni, nitur og fleira frá umferðinni fer út í vatnið kemur þörungagróður, og þá hverfur blái liturinn og vatnið spillist." Þetta er haft eftir Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, í Fréttablaðinu 5. september sl. Já, það er sannarlega gott að vera vitur eftir á. Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur sem manna gerzt þekkir Þingvelli og Þingvallavatn, enda hefur hann rannsakað það af kostgæfni og sjálfur upp alinn við Miðfell, varaði margsinnis við lagningu hraðbrautar milli Laugarvatns og Þingvalla. Hann benti einmitt á það, að nitur frá mikilli bílaumferð myndi breyta ásýnd vatnsins; með tíð og tíma yrði það grænt og gruggugt í stað þess bláa og tæra litar, sem einkennir það í dag og hefur gjört í þúsundir ára. Það hefði mátt lagfæra gamla veginn eins og margir vildu eða leggja nýjan veg frá Laugarvatni sunnan við Lyngdalsheiði og niður að Írafossi og þaðan áfram til vesturs einsog Pétur lagði til (Mbl. 11.12. 2006). Pétur varaði við afleiðingum þessara framkvæmda í sinni stórmerku bók Þingvallavatn – undraheimur í mótun, í endurskoðaðri útgáfu 2007, í grein í Náttúrufræðingnum 1.-2. tbl. 2004, auk ýmissa greina í dagblöðum. Hann benti m.a. á, að afleiðingar þessara framkvæmda yrðu þær, að Þingvellir yrðu teknir af heimsminjaskrá Unesco. Það hefur ekki verið venja hér á landi að hlusta á varnaðarorð vísindamanna, þegar gróðahyggjan er annars vegar. Pétur kærði úrskurð Skipulagsstofnunar um vegalagningu til umhverfisráðuneytisins á sínum tíma, en sú kæra var einfaldlega ekki tekin gild enda var umhverfisráðuneytið á þessum tíma ekkert annað en afgreiðslustofnun fyrir iðnaðar- og samgönguráðuneytin. Þessi nýja hraðbraut hefur haft í för með sér gífurlega aukningu bílaumferðar eins og séð var fyrir. Margir þeirra sem nýta sér þennan nýja veg eru einfaldlega að stytta sér leið til höfuðstaðarins án viðkomu á Þingvöllum. Þó að hámarkshraði innan þjóðgarðs sé 50 km á klst. eru fæstir sem virða þau hraðatakmörk. Nú sjá menn kannski fram á, að varnarorð Péturs og fleiri vísindamanna, sem þátt tóku í þessari umræðu, hafi átt við einhver rök að styðjast. En hvað ætla menn að gera? Loka hraðbrautinni yfir sumartímann? Ætli margir myndu samþykkja það. Þjóðgarðsvörður leggur til, að hafnar verði mengunarmælingar í þjóðgarðinum. Það er auðvitað góðra gjalda vert. Fáum við svo að vita öðru hverju, að mengunin sé yfir hættumörkum og ofnæmissjúklingum, börnum og gamalmennum sé ráðlagt að skreppa ekki í bíltúr til Þingvalla þennan daginn eða hinn? Ætli þetta verði ekki einsog þegar svifrykið fer yfir hættumörk í Reykjavík. Þá er ekki verið að draga úr umferð eða loka bíla inni í bílskúrum. Nei, frekar að loka börn og ofnæmissjúklinga inni. Vöknum við ef til vill einn „góðan" veðurdag við það, að Þingvallavatn er orðið grænt og gruggugt?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun