Erlent

Afstæðiskenning Einsteins í hættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kenning Einsteins byggði á því að ekkert gæti farið hraðar en ljósið.
Kenning Einsteins byggði á því að ekkert gæti farið hraðar en ljósið.
Vísindamenn telja sig hafa fundið efni sem fer hraðar en ljósið. Sé uppgötvunin rétt, er afstæðiskenning Alberts Einstein þar með fallin.

Ein af aðalkenningum eðlisfræðinnar er afstæðiskenning Einsteins, en hún byggir á þeirri forsendu að ekkert geti farið hraðar en ljósið. AP fréttastofan segir að í gær hafi þessi kenning verið dregin í efa af vísindamönnum á vegum Evrópsku kjarnorkuvísindastofnunarinnar, einni af virtustu vísindastofu í heimi.

Talið er að ljósið fari 300 þúsund kílómetra á sekúndu, en vísindamennirnir telja að eindin, eða ögnin, sem þeir hafa fundið fari enn hraðar. Þessar hugmyndir vísindamannana hafa þegar verið gagnrýndar og einn virtur vísindamaður segir að þessi fullyrðing sé álíka gáfuleg og að segja að fljúgandi teppi séu raunverulega til. Vísindamennirnir fara sjálfir varlega í að alhæfa um niðurstöður sínar og hafa hvatt aðra vísindamenn til þess að endurtaka tilraunir sínar og athuga hvort þeir fái sömu niðurstöður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×