Erlent

Messar yfir 70 þúsund manns í Berlín

Benedikt 16. í Þýskalandi
Benedikt 16. í Þýskalandi mynd/afp
Benedikt sextándi páfi er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í heimalandi sínu, Þýskalandi. Hann mun ferðast víðsvegar um landið og ræða við kaþólika en um 25 milljónir íbúa Þýskalands eru kaþólikar.

Hann mun meðal annars heimsækja þýska þingið og halda messu á Ólympíuleikvanginum í Berlín en búist er við að yfir 70 þúsund manns sæki messuna.

Þá mun hann einnig hitta Helmut Kohl, fyrrum kanslara Þýskalands, og hitta leiðtoga mótmælenda í Erfurt, þar sem Martin Lúther bjó eitt sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×