Innlent

Sló mann fjórum sinnum í andlitið með slökkvitæki

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest átta mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem sló annan mann fjórum höggum í andlitið með slökkvitæki. Hæstiréttur lækkaði greiðslu á miskabótum til mannsins um 250 þúsund krónur en héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til að greiða fórnarlambi sínu 500 þúsund í bætur.

Maðurinn játaði verknaðinn en sagði að hann hafi notað slökkvitækið í neyðarvörn. Hæstiréttur taldi að ekki hafi verið nauðsynlegt að nota tækið til að verjast eða afstýra árásinni.

Fimm mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×