Erlent

Bandaríkjamenn gengu út af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bandaríkjamenn gengu út af fundi á Allsherjarþinginu.
Bandaríkjamenn gengu út af fundi á Allsherjarþinginu. Mynd/ AFP.
Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands og fleiri vestrænna ríkja gengu af fundi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að forseti Íran réðst að Ísraelum í ræðu sinni á þinginu og kallaði hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 „ráðgátu"

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, gagnrýndi morðið á Osama bin Laden og sagði að Bandaríkin hefðu átt að færa hann fyrir dómstóla. 

Mark Kornblau, talsmaður Bandaríkanna, á Allsherjarþinginu sagði að Ahmadinejad hefði haft tækifæri til þess að vekja máls á þörf Írana fyrir frelsi og virðingu, en hann hafi í staðinn brugðist við með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×