Erlent

Fjórir létu lífið þegar svið á tónleikum féll saman

Frá tónleikunum í gærkvöldi
Frá tónleikunum í gærkvöldi mynd/afp
Að minnsta kosti fjórir létu lífið og nokkrir tugir til viðbótar slösuðust þegar svið á útitónleikum féll saman og hrundi í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

tólfþúsund manns voru á tónleikunum en slysið varð þegar kántrýhljómsveitin Sugarland var við að stíga á svið. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem slys af þessu tagi verður í Bandaríkjunum.

Lögreglan rannsakar nú málið en vitni segja að það hafi hvesst mikið skömmu áður en sviðið hrundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×