Bandaríkin á alræðisbraut? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 22. desember 2011 11:00 Um þessar mundir standa bandarískir þingmenn frammi fyrir ákvörðunum sem gætu markað tímamót í sögu Bandaríkjanna. Þessi mál hafa furðu litla umfjöllun fengið hérlendis og er full ástæða til að bæta úr því. Á Bandaríkjaþingi er svokallað varnarlagafrumvarp til umræðu, en þar er að finna óhugnanleg ákvæði sem margir telja að tengist þeirri mótmælaöldu sem nú fer um landið. Undanfarna mánuði hafa hin svokölluðu Occupy Wall Street-mótmæli undið upp á sig og breiðst út til fjölmargra borga í landinu. Mótmælin eru að mestu friðsamleg og er þeim fyrst og fremst beint gegn þeirri misskiptingu sem ríkir í Bandaríkjunum, en auk þess hafa mótmælendur vakið athygli á óeðlilegum tengslum stjórnmála og fjármálalífs þar í landi. Bandarísk lögregla hefur beitt mótmælendur gríðarlegri hörku. Myndskeið af hrottalegu lögregluofbeldi gagnvart körlum og konum, eldri borgurum og unglingum, hafa vakið athygli um heim allan. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 var sett á fót svokallað Heimavarnaráðuneyti í þeim yfirlýsta tilgangi að sporna gegn hryðjuverkum innanlands. Nú hefur fengist staðfest að síðustu mánuði hefur ráðuneytið unnið að því að kveða niður Occupy-mótmælin. Heimavarnaráðuneytið hefur tekið að sér að samræma aðgerðir lögregluyfirvalda gegn mótmælendum og má þá nefna þátttöku ráðuneytisins í átján borga ráðstefnu þar sem lögregluyfirvöld allra borganna voru, að sögn fjölmargra embættismanna, hvött til að sýna mótmælendum hörku. Þetta og fleira vekur óhjákvæmilega upp þá spurningu hvort bandarísk yfirvöld líti á mótmælendurna sem hryðjuverkamenn. Varnarlögin, sem nefnd voru hér í upphafi, verða að skoðast í þessu ljósi. Nýlega var frumvarpið samþykkt í fulltrúadeild þingsins og auk þess hafa talsmenn Hvíta hússins tilkynnt að Bandaríkjaforseti hyggist undirrita lögin. Í þeim er að finna ákvæði sem heimila stjórnvöldum að beita hernum gegn almennum borgurum ef grunur leikur á að þeir tengist hryðjuverkahópum með einhverjum hætti. Ákvæðin gera yfirvöldum kleift að handtaka hina grunuðu, pynta þá og hafa í haldi eins lengi og þurfa þykir án nokkurs dómsúrskurðar. Stjórnvöld eru ekki skyldug til að leggja fram nein sönnunargögn og grunaðir hryðjuverkamenn eiga engan rétt á lögfræðiaðstoð. Lögmenn, fræðimenn og mannréttindasamtök á borð við Amnesty International og Bandaríska mannréttindasambandið hafa bent á að þessi ákvæði samrýmist hvorki bandarísku stjórnarskránni né grundvallarreglum réttarríkisins. Það er engin tilviljun að lögin eru sett um þessar mundir. Occupy-mótmælin færast sífellt í aukana og nú stendur yfir skipulagning á „amerísku vori“ í Washington þar sem Occupy-hreyfingar úr ýmsum ríkjum landsins munu sameinast. Breska blaðakonan Naomi Wolf lýsti mótmælaöldunni í nóvember sem fyrstu orrustunni í borgarastyrjöld þar sem aðeins annar aðilinn beitir ofbeldi. Ástæðan er einföld: bandarísk yfirvöld eru logandi hrædd við almenning. Ekki er loku fyrir það skotið að boðskapur Occupy-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum eigi erindi við Íslendinga, enda er erfitt að neita því að hér á landi hafa stjórnmál og fjármálalíf lengi tengst nánum böndum. Óskandi væri að íslenskir fjölmiðlar gerðu atburðunum í Bandaríkjunum betri skil. Hér er um stórtíðindi að ræða sem Íslendingar mega ekki láta framhjá sér fara. Svo virðist sem valdamesta lýðræðisríki heims sigli hraðbyri í alræðisátt og ameríski draumurinn sé að breytast í martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa bandarískir þingmenn frammi fyrir ákvörðunum sem gætu markað tímamót í sögu Bandaríkjanna. Þessi mál hafa furðu litla umfjöllun fengið hérlendis og er full ástæða til að bæta úr því. Á Bandaríkjaþingi er svokallað varnarlagafrumvarp til umræðu, en þar er að finna óhugnanleg ákvæði sem margir telja að tengist þeirri mótmælaöldu sem nú fer um landið. Undanfarna mánuði hafa hin svokölluðu Occupy Wall Street-mótmæli undið upp á sig og breiðst út til fjölmargra borga í landinu. Mótmælin eru að mestu friðsamleg og er þeim fyrst og fremst beint gegn þeirri misskiptingu sem ríkir í Bandaríkjunum, en auk þess hafa mótmælendur vakið athygli á óeðlilegum tengslum stjórnmála og fjármálalífs þar í landi. Bandarísk lögregla hefur beitt mótmælendur gríðarlegri hörku. Myndskeið af hrottalegu lögregluofbeldi gagnvart körlum og konum, eldri borgurum og unglingum, hafa vakið athygli um heim allan. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 var sett á fót svokallað Heimavarnaráðuneyti í þeim yfirlýsta tilgangi að sporna gegn hryðjuverkum innanlands. Nú hefur fengist staðfest að síðustu mánuði hefur ráðuneytið unnið að því að kveða niður Occupy-mótmælin. Heimavarnaráðuneytið hefur tekið að sér að samræma aðgerðir lögregluyfirvalda gegn mótmælendum og má þá nefna þátttöku ráðuneytisins í átján borga ráðstefnu þar sem lögregluyfirvöld allra borganna voru, að sögn fjölmargra embættismanna, hvött til að sýna mótmælendum hörku. Þetta og fleira vekur óhjákvæmilega upp þá spurningu hvort bandarísk yfirvöld líti á mótmælendurna sem hryðjuverkamenn. Varnarlögin, sem nefnd voru hér í upphafi, verða að skoðast í þessu ljósi. Nýlega var frumvarpið samþykkt í fulltrúadeild þingsins og auk þess hafa talsmenn Hvíta hússins tilkynnt að Bandaríkjaforseti hyggist undirrita lögin. Í þeim er að finna ákvæði sem heimila stjórnvöldum að beita hernum gegn almennum borgurum ef grunur leikur á að þeir tengist hryðjuverkahópum með einhverjum hætti. Ákvæðin gera yfirvöldum kleift að handtaka hina grunuðu, pynta þá og hafa í haldi eins lengi og þurfa þykir án nokkurs dómsúrskurðar. Stjórnvöld eru ekki skyldug til að leggja fram nein sönnunargögn og grunaðir hryðjuverkamenn eiga engan rétt á lögfræðiaðstoð. Lögmenn, fræðimenn og mannréttindasamtök á borð við Amnesty International og Bandaríska mannréttindasambandið hafa bent á að þessi ákvæði samrýmist hvorki bandarísku stjórnarskránni né grundvallarreglum réttarríkisins. Það er engin tilviljun að lögin eru sett um þessar mundir. Occupy-mótmælin færast sífellt í aukana og nú stendur yfir skipulagning á „amerísku vori“ í Washington þar sem Occupy-hreyfingar úr ýmsum ríkjum landsins munu sameinast. Breska blaðakonan Naomi Wolf lýsti mótmælaöldunni í nóvember sem fyrstu orrustunni í borgarastyrjöld þar sem aðeins annar aðilinn beitir ofbeldi. Ástæðan er einföld: bandarísk yfirvöld eru logandi hrædd við almenning. Ekki er loku fyrir það skotið að boðskapur Occupy-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum eigi erindi við Íslendinga, enda er erfitt að neita því að hér á landi hafa stjórnmál og fjármálalíf lengi tengst nánum böndum. Óskandi væri að íslenskir fjölmiðlar gerðu atburðunum í Bandaríkjunum betri skil. Hér er um stórtíðindi að ræða sem Íslendingar mega ekki láta framhjá sér fara. Svo virðist sem valdamesta lýðræðisríki heims sigli hraðbyri í alræðisátt og ameríski draumurinn sé að breytast í martröð.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun