Bandaríkin á alræðisbraut? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 22. desember 2011 11:00 Um þessar mundir standa bandarískir þingmenn frammi fyrir ákvörðunum sem gætu markað tímamót í sögu Bandaríkjanna. Þessi mál hafa furðu litla umfjöllun fengið hérlendis og er full ástæða til að bæta úr því. Á Bandaríkjaþingi er svokallað varnarlagafrumvarp til umræðu, en þar er að finna óhugnanleg ákvæði sem margir telja að tengist þeirri mótmælaöldu sem nú fer um landið. Undanfarna mánuði hafa hin svokölluðu Occupy Wall Street-mótmæli undið upp á sig og breiðst út til fjölmargra borga í landinu. Mótmælin eru að mestu friðsamleg og er þeim fyrst og fremst beint gegn þeirri misskiptingu sem ríkir í Bandaríkjunum, en auk þess hafa mótmælendur vakið athygli á óeðlilegum tengslum stjórnmála og fjármálalífs þar í landi. Bandarísk lögregla hefur beitt mótmælendur gríðarlegri hörku. Myndskeið af hrottalegu lögregluofbeldi gagnvart körlum og konum, eldri borgurum og unglingum, hafa vakið athygli um heim allan. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 var sett á fót svokallað Heimavarnaráðuneyti í þeim yfirlýsta tilgangi að sporna gegn hryðjuverkum innanlands. Nú hefur fengist staðfest að síðustu mánuði hefur ráðuneytið unnið að því að kveða niður Occupy-mótmælin. Heimavarnaráðuneytið hefur tekið að sér að samræma aðgerðir lögregluyfirvalda gegn mótmælendum og má þá nefna þátttöku ráðuneytisins í átján borga ráðstefnu þar sem lögregluyfirvöld allra borganna voru, að sögn fjölmargra embættismanna, hvött til að sýna mótmælendum hörku. Þetta og fleira vekur óhjákvæmilega upp þá spurningu hvort bandarísk yfirvöld líti á mótmælendurna sem hryðjuverkamenn. Varnarlögin, sem nefnd voru hér í upphafi, verða að skoðast í þessu ljósi. Nýlega var frumvarpið samþykkt í fulltrúadeild þingsins og auk þess hafa talsmenn Hvíta hússins tilkynnt að Bandaríkjaforseti hyggist undirrita lögin. Í þeim er að finna ákvæði sem heimila stjórnvöldum að beita hernum gegn almennum borgurum ef grunur leikur á að þeir tengist hryðjuverkahópum með einhverjum hætti. Ákvæðin gera yfirvöldum kleift að handtaka hina grunuðu, pynta þá og hafa í haldi eins lengi og þurfa þykir án nokkurs dómsúrskurðar. Stjórnvöld eru ekki skyldug til að leggja fram nein sönnunargögn og grunaðir hryðjuverkamenn eiga engan rétt á lögfræðiaðstoð. Lögmenn, fræðimenn og mannréttindasamtök á borð við Amnesty International og Bandaríska mannréttindasambandið hafa bent á að þessi ákvæði samrýmist hvorki bandarísku stjórnarskránni né grundvallarreglum réttarríkisins. Það er engin tilviljun að lögin eru sett um þessar mundir. Occupy-mótmælin færast sífellt í aukana og nú stendur yfir skipulagning á „amerísku vori“ í Washington þar sem Occupy-hreyfingar úr ýmsum ríkjum landsins munu sameinast. Breska blaðakonan Naomi Wolf lýsti mótmælaöldunni í nóvember sem fyrstu orrustunni í borgarastyrjöld þar sem aðeins annar aðilinn beitir ofbeldi. Ástæðan er einföld: bandarísk yfirvöld eru logandi hrædd við almenning. Ekki er loku fyrir það skotið að boðskapur Occupy-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum eigi erindi við Íslendinga, enda er erfitt að neita því að hér á landi hafa stjórnmál og fjármálalíf lengi tengst nánum böndum. Óskandi væri að íslenskir fjölmiðlar gerðu atburðunum í Bandaríkjunum betri skil. Hér er um stórtíðindi að ræða sem Íslendingar mega ekki láta framhjá sér fara. Svo virðist sem valdamesta lýðræðisríki heims sigli hraðbyri í alræðisátt og ameríski draumurinn sé að breytast í martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa bandarískir þingmenn frammi fyrir ákvörðunum sem gætu markað tímamót í sögu Bandaríkjanna. Þessi mál hafa furðu litla umfjöllun fengið hérlendis og er full ástæða til að bæta úr því. Á Bandaríkjaþingi er svokallað varnarlagafrumvarp til umræðu, en þar er að finna óhugnanleg ákvæði sem margir telja að tengist þeirri mótmælaöldu sem nú fer um landið. Undanfarna mánuði hafa hin svokölluðu Occupy Wall Street-mótmæli undið upp á sig og breiðst út til fjölmargra borga í landinu. Mótmælin eru að mestu friðsamleg og er þeim fyrst og fremst beint gegn þeirri misskiptingu sem ríkir í Bandaríkjunum, en auk þess hafa mótmælendur vakið athygli á óeðlilegum tengslum stjórnmála og fjármálalífs þar í landi. Bandarísk lögregla hefur beitt mótmælendur gríðarlegri hörku. Myndskeið af hrottalegu lögregluofbeldi gagnvart körlum og konum, eldri borgurum og unglingum, hafa vakið athygli um heim allan. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 var sett á fót svokallað Heimavarnaráðuneyti í þeim yfirlýsta tilgangi að sporna gegn hryðjuverkum innanlands. Nú hefur fengist staðfest að síðustu mánuði hefur ráðuneytið unnið að því að kveða niður Occupy-mótmælin. Heimavarnaráðuneytið hefur tekið að sér að samræma aðgerðir lögregluyfirvalda gegn mótmælendum og má þá nefna þátttöku ráðuneytisins í átján borga ráðstefnu þar sem lögregluyfirvöld allra borganna voru, að sögn fjölmargra embættismanna, hvött til að sýna mótmælendum hörku. Þetta og fleira vekur óhjákvæmilega upp þá spurningu hvort bandarísk yfirvöld líti á mótmælendurna sem hryðjuverkamenn. Varnarlögin, sem nefnd voru hér í upphafi, verða að skoðast í þessu ljósi. Nýlega var frumvarpið samþykkt í fulltrúadeild þingsins og auk þess hafa talsmenn Hvíta hússins tilkynnt að Bandaríkjaforseti hyggist undirrita lögin. Í þeim er að finna ákvæði sem heimila stjórnvöldum að beita hernum gegn almennum borgurum ef grunur leikur á að þeir tengist hryðjuverkahópum með einhverjum hætti. Ákvæðin gera yfirvöldum kleift að handtaka hina grunuðu, pynta þá og hafa í haldi eins lengi og þurfa þykir án nokkurs dómsúrskurðar. Stjórnvöld eru ekki skyldug til að leggja fram nein sönnunargögn og grunaðir hryðjuverkamenn eiga engan rétt á lögfræðiaðstoð. Lögmenn, fræðimenn og mannréttindasamtök á borð við Amnesty International og Bandaríska mannréttindasambandið hafa bent á að þessi ákvæði samrýmist hvorki bandarísku stjórnarskránni né grundvallarreglum réttarríkisins. Það er engin tilviljun að lögin eru sett um þessar mundir. Occupy-mótmælin færast sífellt í aukana og nú stendur yfir skipulagning á „amerísku vori“ í Washington þar sem Occupy-hreyfingar úr ýmsum ríkjum landsins munu sameinast. Breska blaðakonan Naomi Wolf lýsti mótmælaöldunni í nóvember sem fyrstu orrustunni í borgarastyrjöld þar sem aðeins annar aðilinn beitir ofbeldi. Ástæðan er einföld: bandarísk yfirvöld eru logandi hrædd við almenning. Ekki er loku fyrir það skotið að boðskapur Occupy-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum eigi erindi við Íslendinga, enda er erfitt að neita því að hér á landi hafa stjórnmál og fjármálalíf lengi tengst nánum böndum. Óskandi væri að íslenskir fjölmiðlar gerðu atburðunum í Bandaríkjunum betri skil. Hér er um stórtíðindi að ræða sem Íslendingar mega ekki láta framhjá sér fara. Svo virðist sem valdamesta lýðræðisríki heims sigli hraðbyri í alræðisátt og ameríski draumurinn sé að breytast í martröð.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar