Lífið

Hermaður tapaði máli

Leikstjórinn Kathryn Bigelow vann málið gegn hermanninum fyrrverandi.
Leikstjórinn Kathryn Bigelow vann málið gegn hermanninum fyrrverandi.
Fyrrverandi hermaður í Íraksstríðinu þarf að greiða ríflega tuttugu milljónir króna í málskostnað eftir að hann tapaði dómsmáli gegn framleiðendum kvikmyndarinnar The Hurt Locker.

Hermaðurinn Jeffrey Sarver höfðaði mál gegn leikstjóranum Kathryn Bigelow og handritshöfundinum Mark Boal. Hélt hann því fram að Óskarsverðlaunamyndin hafi verið byggð á lífsreynslu hans sem sprengjusérfræðings og að myndin hafi ekki sýnt hann í réttu ljósi. Dómurinn féll honum ekki í hag en Sarver ætlar að áfrýja málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.