Varúð! – ég elska þig Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2011 06:00 Við konur erum aldar upp við ýmis konar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkunum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnum stöðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki vera of drukknar innan um annað fólk, ekki kærulausar, ekki daðra við menn og gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum kennum við okkur sjálfum um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkenndin sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðrar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2011 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að 42% íslenskra kvenna hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi einhvern tíma á fullorðinsárum. Þarna er andlegt ofbeldi undanskilið, sem og ofbeldi sem konurnar urðu fyrir í barnæsku. 42% kvenna á Íslandi eru á bilinu 44-49 þúsund konur, sem er í það minnsta jafn margar og allar fullorðnar konur í Reykjavík og álíka margar og allir íbúar Kópavogs, Seltjarnarness og Garðabæjar samanlagt. Það eru býsna margar manneskjur. Sama rannsókn leiðir í ljós að rúmlega 22% svarenda höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi af maka sínum eða fyrrverandi maka. Það jafngildir 23-27 þúsund konum á Íslandi, sem er álíka fjöldi og allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru líka býsna margar manneskjur. Sem sagt; meira en helmingur kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi hafði upplifað það af hendi maka eða fyrrverandi maka og ofbeldið hefur líklega í flestum tilfellum átt sér stað heima hjá brotaþola, á venjulegu íslensku heimili en ekki í dimmu húsasundi eða subbulegu partíi. Árlega koma 300-400 konur í Kvennaathvarfið og langflestar þeirra koma vegna ofbeldis af hendi maka eða fyrrverandi maka, kærasta, barnsföður eða annars nákomins. Sömu sögu segja þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, þar er ofbeldismaðurinn í flestum tilfellum einhver nákominn. Ef við ætlum að halda áfram að setja ábyrgð á kynbundu ofbeldi yfir á brotaþola ættum við því að leggja minni áherslu á það að konur séu ekki að þvælast einar úti en meiri á það að konur séu ekki að þvælast heima hjá sér. Klifa á því að mesta hættan felist ekki endilega í því að ganga heim til sín á dimmu kvöldi heldur í því að koma heim og vera heima með manninum sínum. Jafnframt ættum að hætta að vara konur við skyndikynnum og stefnumótum við ókunnuga menn en vara þær frekar við því að verða ástfangnar, að stofna til sambands við þann sem þær elska og ganga í hjónaband. Þessar leiðbeiningar eru auðvitað bara bull og ef við ætlum að koma í veg fyrir ofbeldi verðum við að beina sjónum að þeim sem beita því. Við verðum að koma ábyrgðinni þangað sem hún á heima og skapa umræðu meðal mögulegra gerenda um afleiðingar ofbeldis. Jafnframt verður sú umræða að snúast um réttindi fólks til friðhelgi heima hjá sér og á almannafæri, sem og um rétt okkar allra til að taka ákvarðanir um eigið líf og ráða yfir eigin líkama og tilfinningum. Jafnframt þarf að vekja athygli á þeirri aðstoð sem ofbeldismönnum sem vilja breyta hegðun sinni stendur til boða. Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt vandamál sem kemur okkur öllum við og við verðum að vera meðvituð um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn ofbeldi, standa með brotaþolum og koma til hjálpar þegar þess gerist þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Við konur erum aldar upp við ýmis konar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkunum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnum stöðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki vera of drukknar innan um annað fólk, ekki kærulausar, ekki daðra við menn og gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum kennum við okkur sjálfum um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkenndin sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðrar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2011 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að 42% íslenskra kvenna hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi einhvern tíma á fullorðinsárum. Þarna er andlegt ofbeldi undanskilið, sem og ofbeldi sem konurnar urðu fyrir í barnæsku. 42% kvenna á Íslandi eru á bilinu 44-49 þúsund konur, sem er í það minnsta jafn margar og allar fullorðnar konur í Reykjavík og álíka margar og allir íbúar Kópavogs, Seltjarnarness og Garðabæjar samanlagt. Það eru býsna margar manneskjur. Sama rannsókn leiðir í ljós að rúmlega 22% svarenda höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi af maka sínum eða fyrrverandi maka. Það jafngildir 23-27 þúsund konum á Íslandi, sem er álíka fjöldi og allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru líka býsna margar manneskjur. Sem sagt; meira en helmingur kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi hafði upplifað það af hendi maka eða fyrrverandi maka og ofbeldið hefur líklega í flestum tilfellum átt sér stað heima hjá brotaþola, á venjulegu íslensku heimili en ekki í dimmu húsasundi eða subbulegu partíi. Árlega koma 300-400 konur í Kvennaathvarfið og langflestar þeirra koma vegna ofbeldis af hendi maka eða fyrrverandi maka, kærasta, barnsföður eða annars nákomins. Sömu sögu segja þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, þar er ofbeldismaðurinn í flestum tilfellum einhver nákominn. Ef við ætlum að halda áfram að setja ábyrgð á kynbundu ofbeldi yfir á brotaþola ættum við því að leggja minni áherslu á það að konur séu ekki að þvælast einar úti en meiri á það að konur séu ekki að þvælast heima hjá sér. Klifa á því að mesta hættan felist ekki endilega í því að ganga heim til sín á dimmu kvöldi heldur í því að koma heim og vera heima með manninum sínum. Jafnframt ættum að hætta að vara konur við skyndikynnum og stefnumótum við ókunnuga menn en vara þær frekar við því að verða ástfangnar, að stofna til sambands við þann sem þær elska og ganga í hjónaband. Þessar leiðbeiningar eru auðvitað bara bull og ef við ætlum að koma í veg fyrir ofbeldi verðum við að beina sjónum að þeim sem beita því. Við verðum að koma ábyrgðinni þangað sem hún á heima og skapa umræðu meðal mögulegra gerenda um afleiðingar ofbeldis. Jafnframt verður sú umræða að snúast um réttindi fólks til friðhelgi heima hjá sér og á almannafæri, sem og um rétt okkar allra til að taka ákvarðanir um eigið líf og ráða yfir eigin líkama og tilfinningum. Jafnframt þarf að vekja athygli á þeirri aðstoð sem ofbeldismönnum sem vilja breyta hegðun sinni stendur til boða. Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt vandamál sem kemur okkur öllum við og við verðum að vera meðvituð um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn ofbeldi, standa með brotaþolum og koma til hjálpar þegar þess gerist þörf.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar