Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar 25. ágúst 2025 07:01 Það eiga að vera sjálfsögð réttindi ungs fólks á Íslandi að geta komið sér þaki yfir höfuðið. Það eru liðin fjögur ár síðan þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Tilgáta-tilraun-niðurstaða Allir vísindamenn vita að tilgátu fylgir tilraun. Ef tilraunin er endurtekin aftur og aftur og niðurstaðan verður sú hin sama aftur og aftur er talað um að tilgátan sé meðtekin. Raunvísindi og félagsvísindi vinna oftast mjög vel saman og mikilvægt er að báðar fræðigreinar fái að blómstra. Í raunvísindum er oftar auðveldara að túlka niðurstöður tilrauna heldur en í félagsvísindum og því er talað um raunvísindi sem „akkúrat“ vísindi. Hagfræði myndu flestir flokka undir sambland af raun- og félagsvísindum. Því getur verið vandasamt að túlka niðurstöður tilrauna í hagfræði sem „akkúrat“ meðteknar. Af þeim sökum þarf að spyrja þeirrar spurningar; hvort tilgátan um að háir vextir dragi úr þenslu í hagkerfi Íslands og minnki verðbólgu sé meðtekin ? Og það sem meira er, það verður að tímasetja hvað tilraunin á að standa lengi yfir. Ef tilraunin er ekki tímasett þá getur langavitleysan haldið áfram út í hið óendanlega og slíkt skapar hræðilega óvissu í hagkerfi Íslands, öllum til óheilla, bæði þeim sem eiga peninga og skulda. Núna hefur hávaxta-tilraun Seðlabankastjóra og peningastefnunefndar S.Í. staðið yfir á fjórða ár. Því miður sér ekki fyrir endann á hávaxtastefnunni og Seðlabankastjóri getur ekki einu sinni tímasett hvenær þessari misheppnuðu tilraun lýkur og biður almenning að sýna þolinmæði! Háir vextir fóðra/næra verðbólgu á a.m.k. þrjá vegu. 1) Verðmætasköpun Sjávarútvegur, ferðamannaiðnaður/ferðaútvegur, lyfjaiðnaður, landbúnaður og margt fleira skapa verðmæti fyrir Ísland með framleiðni. Hins vegar skapa háir vextir EKKI sambærileg verðmæti. Með háum vöxtum verður stórkostleg tilfærsla á peningum frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga pening, í gegnum vaxtatekjur. Það er engin framleiðni og lítil sem engin verðmætasköpun á bak við þessa peninga. Á mannamáli þýðir þetta peningaprentun á ónýtum íslenskum krónum sem næra verðbólguna. 2) Skuldir í íslenskum krónum Ríki, sveitarfélög, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar sem skulda í íslenskum krónum eiga fáa aðra kosti í hávaxtaumhverfi en að hækka ráðstöfunartekjur sínar til að geta greitt af lánum sínum. Því þarf að hækka gjaldskrár og hækka laun til að borga af lánum sem bera okurvexti. Skattar þurfa að hækka, gjaldskrár leikskóla þurfa að hækka, neysluvara þarf að hækka, íbúðir hækka í verði. Hver kannast ekki við upptalninguna ? Allar þessar hækkanir næra verðbólguna. 3) Verðtrygging-verðtryggð lán Í hávaxtaumhverfi eru margir ungir lántakendur hreinlega þvingaðir til að taka verðtryggð lán sem á mannamáli kallast að herða í hengingarólinni. Verðtryggð lán næra verðbólguna. Ég skora á þá sem vilja fræðast um hvernig verðtrygging nærir verðbólguna að lesa sjö greinar eftir Örn Karlsson sem birtust hér í „Skoðun“ á „visir.is“ dagana 5. og 19. september 2023, 16. og 27. nóvember 2023, 22. ágúst 2024, 27. desember 2024 og 8. febrúar 2025. Tilgáta meðtekin Tilraun með ótímasettri niðurstöðu hefur núna verið stunduð á fjórða ár af Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd S.Í. Ef tilgáta er lögð fram um að háir vextir dragi úr verðbólgu og þenslu í hagkerfi og niðurstaða tilraunarinnar sýnir fram á að verðbólga lækkar lítið sem ekkert og þensla í hagkerfi minnkar lítið sem ekkert þarf að leggja fram aðra tilgátu og framkvæma aðra tilraun. Börnin mín og makar þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eru ekki að valda þenslu í hagkerfinu, né bera ábyrgð á gengdarlausri verðbólgu sem hrjáir hagkerfið. Börnin mín og makar þeirra sem núna berjast í bökkum við að greiða okurvexti af lánum vegna íbúðarkaupa eiga ekki að vera notuð áfram í misheppnaðri tilraun Seðlabankastjóra og annarra í peningastefnunefnd S.Í. Kosin hefur verið ný stjórn Seðlabanka Íslands. Það er kominn tími til að ný stjórn S.Í., sjái til þess að fundinn verði nýr Seðlabankastjóri og ný peningastefnunefnd verði skipuð. Það þarf að leggja fram nýja tilgátu. Börnin okkar allra sem erfa Ísland eiga betra skilið. Þessum hávaxtaskrípaleik sem hefur verið í gangi alltof lengi þarf að ljúka strax. Höfundur er faðir fjögurra barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eiga að vera sjálfsögð réttindi ungs fólks á Íslandi að geta komið sér þaki yfir höfuðið. Það eru liðin fjögur ár síðan þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Tilgáta-tilraun-niðurstaða Allir vísindamenn vita að tilgátu fylgir tilraun. Ef tilraunin er endurtekin aftur og aftur og niðurstaðan verður sú hin sama aftur og aftur er talað um að tilgátan sé meðtekin. Raunvísindi og félagsvísindi vinna oftast mjög vel saman og mikilvægt er að báðar fræðigreinar fái að blómstra. Í raunvísindum er oftar auðveldara að túlka niðurstöður tilrauna heldur en í félagsvísindum og því er talað um raunvísindi sem „akkúrat“ vísindi. Hagfræði myndu flestir flokka undir sambland af raun- og félagsvísindum. Því getur verið vandasamt að túlka niðurstöður tilrauna í hagfræði sem „akkúrat“ meðteknar. Af þeim sökum þarf að spyrja þeirrar spurningar; hvort tilgátan um að háir vextir dragi úr þenslu í hagkerfi Íslands og minnki verðbólgu sé meðtekin ? Og það sem meira er, það verður að tímasetja hvað tilraunin á að standa lengi yfir. Ef tilraunin er ekki tímasett þá getur langavitleysan haldið áfram út í hið óendanlega og slíkt skapar hræðilega óvissu í hagkerfi Íslands, öllum til óheilla, bæði þeim sem eiga peninga og skulda. Núna hefur hávaxta-tilraun Seðlabankastjóra og peningastefnunefndar S.Í. staðið yfir á fjórða ár. Því miður sér ekki fyrir endann á hávaxtastefnunni og Seðlabankastjóri getur ekki einu sinni tímasett hvenær þessari misheppnuðu tilraun lýkur og biður almenning að sýna þolinmæði! Háir vextir fóðra/næra verðbólgu á a.m.k. þrjá vegu. 1) Verðmætasköpun Sjávarútvegur, ferðamannaiðnaður/ferðaútvegur, lyfjaiðnaður, landbúnaður og margt fleira skapa verðmæti fyrir Ísland með framleiðni. Hins vegar skapa háir vextir EKKI sambærileg verðmæti. Með háum vöxtum verður stórkostleg tilfærsla á peningum frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga pening, í gegnum vaxtatekjur. Það er engin framleiðni og lítil sem engin verðmætasköpun á bak við þessa peninga. Á mannamáli þýðir þetta peningaprentun á ónýtum íslenskum krónum sem næra verðbólguna. 2) Skuldir í íslenskum krónum Ríki, sveitarfélög, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar sem skulda í íslenskum krónum eiga fáa aðra kosti í hávaxtaumhverfi en að hækka ráðstöfunartekjur sínar til að geta greitt af lánum sínum. Því þarf að hækka gjaldskrár og hækka laun til að borga af lánum sem bera okurvexti. Skattar þurfa að hækka, gjaldskrár leikskóla þurfa að hækka, neysluvara þarf að hækka, íbúðir hækka í verði. Hver kannast ekki við upptalninguna ? Allar þessar hækkanir næra verðbólguna. 3) Verðtrygging-verðtryggð lán Í hávaxtaumhverfi eru margir ungir lántakendur hreinlega þvingaðir til að taka verðtryggð lán sem á mannamáli kallast að herða í hengingarólinni. Verðtryggð lán næra verðbólguna. Ég skora á þá sem vilja fræðast um hvernig verðtrygging nærir verðbólguna að lesa sjö greinar eftir Örn Karlsson sem birtust hér í „Skoðun“ á „visir.is“ dagana 5. og 19. september 2023, 16. og 27. nóvember 2023, 22. ágúst 2024, 27. desember 2024 og 8. febrúar 2025. Tilgáta meðtekin Tilraun með ótímasettri niðurstöðu hefur núna verið stunduð á fjórða ár af Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd S.Í. Ef tilgáta er lögð fram um að háir vextir dragi úr verðbólgu og þenslu í hagkerfi og niðurstaða tilraunarinnar sýnir fram á að verðbólga lækkar lítið sem ekkert og þensla í hagkerfi minnkar lítið sem ekkert þarf að leggja fram aðra tilgátu og framkvæma aðra tilraun. Börnin mín og makar þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eru ekki að valda þenslu í hagkerfinu, né bera ábyrgð á gengdarlausri verðbólgu sem hrjáir hagkerfið. Börnin mín og makar þeirra sem núna berjast í bökkum við að greiða okurvexti af lánum vegna íbúðarkaupa eiga ekki að vera notuð áfram í misheppnaðri tilraun Seðlabankastjóra og annarra í peningastefnunefnd S.Í. Kosin hefur verið ný stjórn Seðlabanka Íslands. Það er kominn tími til að ný stjórn S.Í., sjái til þess að fundinn verði nýr Seðlabankastjóri og ný peningastefnunefnd verði skipuð. Það þarf að leggja fram nýja tilgátu. Börnin okkar allra sem erfa Ísland eiga betra skilið. Þessum hávaxtaskrípaleik sem hefur verið í gangi alltof lengi þarf að ljúka strax. Höfundur er faðir fjögurra barna
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar