Um „sanna“ karlmennsku Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar 27. nóvember 2011 09:00 Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. Um hvað snýst svo þessi magnaða uppgötvun mín sem ég bara varð að deila með sem flestum? Grunnhugtakið sem Tony Porter, aktívisti og kennari, fjallar um í fyrirlestri sínum „A Call to Men“, er, jú mikið rétt (skaðleg) karlmennska. Hann vill meina að meirihluti karla sé fastur í því hugarfari að sjá karlmennsku aðeins frá ákveðnu sjónarhorni þess sem hann kallar „karlakassann“. Nú má vel vera að við Íslendingar séum komnir lengra í jafnréttisbaráttunni en Tony og félagar hans í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en flest atriði karlakassans eiga líka við hugarfar marga íslenskra karlmanna. Ég fer hægt í að lýsa orðum öflugs ræðumanns á blaði, enda verkefni fyrir betri penna en mig, ég mæli því eindregið með því að allir sem lesa þetta kíki á fyrirlesturinn; ellefu mínútur og fjörutíu sekúndur er erfitt að nýta betur. Ég ætla samt að halda áfram að selja þetta myndband enda er frekar auðvelt að heimfæra marga þá punkta sem Tony kemur með yfir á íslenskt samfélag. Hugmyndir karlakassans segja að karlmennska sé það að karlmenn þurfi að vera sterkir, sýna engar tilfinningar, að reiði undanskilinni, og alls ekki hræðslu. Karlar ráða því þeir eru sterkir, annað en konur, karlmenn laðast ekki að öðrum körlum, konur eru hlutir, sérstaklega kynferðislegir hlutir. Nú er ég alls ekki að segja að þetta sé sameiginleg sýn allra karlmanna á Íslandi, en fyrirmyndir yngri (og eldri jafnvel?) kynslóðarinnar eru oft mjög vafasamar, ekki að þær séu þó eina rót vandans. Það sem ég tengi sérstaklega við karlakassann á Íslandi er málefni sem plötusnúðurinn Margeir St. Ingólfsson fjallaði um í grein sinni í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári sem hluti af Öðlingsátakinu. Hann fjallaði um þá venju að nota konur og kvenlega eiginleika sem skammaryrði. Nú er ég enginn öðlingur, en sé vel að eftirfarandi skömmum er ekki ætlað að gefa góða mynd af þeim sem talað er um: „Vertu ekki svona mikil kerling!“, „Ertu faggi?“, „Hagaðu þér eins og maður!“ Það sem situr hvað mest í mér af mörgum eftirminnilegum punktum fyrirlestrarins er spurning fyrirlesarans til ungs fótboltakappa. Fyrirlesarinn spurði hann: „Hvernig myndi þér líða ef þjálfarinn myndi kalla þig stelpu fyrir framan alla hina strákana?“, líkt og ég bjóst spyrjandinn við tiltölulega slæmu svari á borð við; „Mér myndi líða frekar illa“ eða „...það yrði leiðinlegt“. Svar drengsins var hins vegar; „Það myndi rústa mig“. Hvað er samfélagið að kenna ungum strákum sem sjá ekkert verra en að vera stelpur? Ég eftirlæt hverjum og einum að svara fyrir sig sjálfan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. Um hvað snýst svo þessi magnaða uppgötvun mín sem ég bara varð að deila með sem flestum? Grunnhugtakið sem Tony Porter, aktívisti og kennari, fjallar um í fyrirlestri sínum „A Call to Men“, er, jú mikið rétt (skaðleg) karlmennska. Hann vill meina að meirihluti karla sé fastur í því hugarfari að sjá karlmennsku aðeins frá ákveðnu sjónarhorni þess sem hann kallar „karlakassann“. Nú má vel vera að við Íslendingar séum komnir lengra í jafnréttisbaráttunni en Tony og félagar hans í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en flest atriði karlakassans eiga líka við hugarfar marga íslenskra karlmanna. Ég fer hægt í að lýsa orðum öflugs ræðumanns á blaði, enda verkefni fyrir betri penna en mig, ég mæli því eindregið með því að allir sem lesa þetta kíki á fyrirlesturinn; ellefu mínútur og fjörutíu sekúndur er erfitt að nýta betur. Ég ætla samt að halda áfram að selja þetta myndband enda er frekar auðvelt að heimfæra marga þá punkta sem Tony kemur með yfir á íslenskt samfélag. Hugmyndir karlakassans segja að karlmennska sé það að karlmenn þurfi að vera sterkir, sýna engar tilfinningar, að reiði undanskilinni, og alls ekki hræðslu. Karlar ráða því þeir eru sterkir, annað en konur, karlmenn laðast ekki að öðrum körlum, konur eru hlutir, sérstaklega kynferðislegir hlutir. Nú er ég alls ekki að segja að þetta sé sameiginleg sýn allra karlmanna á Íslandi, en fyrirmyndir yngri (og eldri jafnvel?) kynslóðarinnar eru oft mjög vafasamar, ekki að þær séu þó eina rót vandans. Það sem ég tengi sérstaklega við karlakassann á Íslandi er málefni sem plötusnúðurinn Margeir St. Ingólfsson fjallaði um í grein sinni í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári sem hluti af Öðlingsátakinu. Hann fjallaði um þá venju að nota konur og kvenlega eiginleika sem skammaryrði. Nú er ég enginn öðlingur, en sé vel að eftirfarandi skömmum er ekki ætlað að gefa góða mynd af þeim sem talað er um: „Vertu ekki svona mikil kerling!“, „Ertu faggi?“, „Hagaðu þér eins og maður!“ Það sem situr hvað mest í mér af mörgum eftirminnilegum punktum fyrirlestrarins er spurning fyrirlesarans til ungs fótboltakappa. Fyrirlesarinn spurði hann: „Hvernig myndi þér líða ef þjálfarinn myndi kalla þig stelpu fyrir framan alla hina strákana?“, líkt og ég bjóst spyrjandinn við tiltölulega slæmu svari á borð við; „Mér myndi líða frekar illa“ eða „...það yrði leiðinlegt“. Svar drengsins var hins vegar; „Það myndi rústa mig“. Hvað er samfélagið að kenna ungum strákum sem sjá ekkert verra en að vera stelpur? Ég eftirlæt hverjum og einum að svara fyrir sig sjálfan.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun