Lífið

Glóir ekki

Jessica Simpson segist ekki glóa eins og aðrar ófrískar konur, hún svitnar aðeins.
nordicphotos/getty
Jessica Simpson segist ekki glóa eins og aðrar ófrískar konur, hún svitnar aðeins. nordicphotos/getty
Söngfuglinn Jessica Simpson á von á sínu fyrsta barni ásamt unnustu sínum, íþróttakappanum Eric Johnson. Að hennar sögn gengur meðgangan vel en viðurkennir þó að henni fylgi ýmsir leiðinlegir fylgikvillar.

„Fólk segir alltaf að ófrískar konur glói, ég segi að það er vegna þess að þú ert að svitna til dauða og það glampar svona fallega á hann,“ sagði söngkonan í viðtali við People Magazine.

Til stóð að Simspon og Johnson gengju í hið heilaga nú í nóvember en þau ákváðu að fresta brúðkaupinu þar til eftir fæðingu barnsins því Simpson vildi ekki bæta á álagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.