Lífið

Flottar stjörnur á kvikmyndahátíðinni í London

George Clooney hefur verið duglegur að taka nýju kærustuna Stacy Kiebler með sér á rauða dregilinn en þau litu afskaplega vel út saman.
George Clooney hefur verið duglegur að taka nýju kærustuna Stacy Kiebler með sér á rauða dregilinn en þau litu afskaplega vel út saman.
Það hefur verið mikið um að vera í London síðustu dagana en þar fór fram kvikmyndahátíðin 55th BFI London Film Festival í síðustu viku. Stærstu nöfnin í kvikmyndabransanum flykktust til borgarinnar en myndin We Need to Talk about Kevin í leikstjórn Lynne Ramsay var valin besta myndin þetta árið.

Breskar stórstjörnur á borð við Jude Law, Daniel Craig og Madonnu, sem nú kallar London sína heimaborg, létu sig ekki vanta á rauða dregilinn og skörtuðu sínu fegursta. George Clooney mætti einnig til London ásamt nýju kærustunni Stacy Kiebler sem var í glæsilegum fölbleikum síðkjól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.