Lífið

Leikstýrir í fyrsta sinn

Matt Damon ætlar að setjast í leikstjórastólinn í fyrsta sinn.
Matt Damon ætlar að setjast í leikstjórastólinn í fyrsta sinn.
Hollywood-stjarnan Matt Damon ætlar að setjast í leikstjórastólinn í fyrsta sinn. Hann hefur gengið í lið með leikaranum John Krasinski og saman ætla þeir að skrifa handrit að dramatískri mynd þar sem þeir fara báðir með stór hlutverk. Myndin fjallar um sölumann sem heimsækir lítinn bæ og á sú heimsókn eftir að breyta lífi hans. Damon sagðist nýlega hafa áhuga á að leika Jason Bourne í fjórða sinn þrátt fyrir að vera ekki með í nýjustu myndinni um njósnarann. Eina skilyrðið er að leikstjórinn Paul Greengrass verði við stjórnvölinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.