Saga íslensku kirkjunnar því miður ekki einsdæmi 18. október 2011 06:00 Dr. Marie M. Fortune telur það nauðsynlega forsendu þess að kirkjan byggi upp traust sitt að nýju gagnvart almenningi, að þeir menn, sem beiti ofbeldi innan hennar, séu dregnir til ábyrgðar. fréttablaðið/anton Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira