Saga íslensku kirkjunnar því miður ekki einsdæmi 18. október 2011 06:00 Dr. Marie M. Fortune telur það nauðsynlega forsendu þess að kirkjan byggi upp traust sitt að nýju gagnvart almenningi, að þeir menn, sem beiti ofbeldi innan hennar, séu dregnir til ábyrgðar. fréttablaðið/anton Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira