Innlent

Staðgöngumæðrun í nefnd

Ragnheiður E. Árnadóttir
Ragnheiður E. Árnadóttir
Þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun var rædd í fyrra skipti á Alþingi í gær. 23 þingmenn standa að baki tillögunni. Var málinu vísað til velferðarnefndar þingsins að lokinni umræðunni.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrsti flutningsmaður, hvatti þingmenn til þess að taka þátt í umræðum í þinginu. Flestir þeirra þingmanna sem tóku til máls lýstu yfir stuðningi sínum við tillöguna. Ragnheiður Elín og Ragnheiður Ríkarðsdóttir minntust báðar á að tveir hópar hefðu orðið eftir og mætt misrétti í þessum málum. Annars vegar konur sem gætu ekki gengið með börn og hins vegar samkynhneigðir karlmenn.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem var flutningsmaður þegar tillagan var lögð fram fyrst, lýsti yfir efasemdum sínum um málið. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti einnig yfir efasemdum sínum um málið. Hún, Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, og Davíð Stefánsson, þingmaður VG, sögðust öll frekar geta stutt tillögu um myndun starfshóps sem myndi skoða álitamálin betur. Einnig sögðu bæði Davíð og Þór að vegur á milli staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni og í hagnaðarskyni væri stuttur.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×