Verndum bernskuna - hverjir eiga gera það? María Birna Jónsdóttir skrifar 5. október 2011 06:00 Ágætis bæklingur var gefinn út af forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðarsjóði barna, Umboðsmanni barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni. En hvernig er það hægt þegar lögbrot eru framin í fjölmiðlum þessa lands daglega. Áfengisauglýsingar verða sífellt fyrirferðarmeiri í íslensku samfélagi og ekki nóg með að fjölmiðlar séu duglegir að birta áfengisauglýsingar því einnig má sjá ýmsa fyrirtækjabíla merkta áfengistegundum. Eitt er víst að við síendurteknar auglýsingar á áfengi þá myndast jákvæðari viðhorf til áfengis og væntanlega aukast líkurnar hjá þeim sem horfir eða hlustar á áfengisauglýsingu á að kaupa auglýsta vöru. En erum við ekki með lög í landinu sem segja að það sé bannað að auglýsa áfengi? Í áfengislöggjöfinni kemur fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu (Lög um áfengi nr.7515/1998). Og ef við skoðum lög um tóbaksvarnir þá er svipað uppi á teningnum. En þar kemur fram að hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi (Lög um tóbaksvarnir, nr.631/2002). Ekki er mikil munur á orðalagi í þessum tveimur greinum, annars vegar 7.gr í Lög um tóbaksvarnir og hins vegar 20.gr. Tóbaksauglýsingar hef ég ekki orðið vör við en sífellt er verið að auglýsa áfengi í fjölmiðlum landsins. Hvernig stendur á því? Eru innflytjendur áfengis tilbúnari til þess að fremja lögbrot en þeir sem flytja inn tóbakið? Eða er þetta bara allt sama tóbakið? Það að lög séu ekki virt í landinu er til háborinnar skammar. Innflytjendur áfengis þurfa leyfi til þess að fá að flytja inn áfengi og það leyfi fá þeir frá stjórnvöldum. Lög hafa svo verið sett þar sem bannað er að auglýsa þessa ákveðna neysluvöru sem, eins og flestir vita, er engin venjuleg neysluvara. Hvernig svo stendur á því að innflytjendur geta í sífellu verið að brjóta landslög og komast upp með það á ég erfitt með að skilja. Kærur vegna áfengisauglýsinga hafa verið sendar en lítið sem ekkert er gert til þess að stöðva þetta áreiti. Ef eitthvað er þá fjölgar áfengisauglýsingum frekar en hitt. Til hvers að vera með lög ef ekki er farið eftir þeim? Í skýrslu, Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna sem forsætisráðuneytið lét gera til þess að styðja við útrásina er talið til kosta að Íslendingar séu ekki svo mikið fyrir reglur og aga. Þessi skýrsla birtist í apríl árið 2008. Við vitum nú öll hvernig það endaði. Viljum við að samfélagið sé þannig að einstaklingar og fyrirtæki brjóti lög og reglur til þess eins að græða sem mest? Því það er væntanlega peningagræðgin sem knýr innflytjendur áfram. Vonin um að fleiri kaupi áfengið og ekki verra að fá að kynna fyrir börn og ungt fólk sem fyrst fyrir vörunni. Dýrar og vel út pældar auglýsingar dynja á okkur þar sem fjölskyldan situr á föstudagskvöldi fyrir framan sjónvarpið og bíður eftir að fjölskylduþátturinn „Útsvar" hefjist. Þvílík snilld og það í Ríkissjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna. Ég sem foreldri og uppalandi er orðin langþreytt á þessari þvælu þeirra sem eiga að sjá til þess að við séum laus við áfengisauglýsingar og kalla eftir aðgerðum stjórnvalda. Viljum við virkilega að börn og ungmenni séu að „fræðast" um hvaða áfengistegund sé best af ráðandi markaðsöflum sem eru svo sannarlega að nýta sér frjálsræðið hér á landi? Samfélagsleg og siðferðisleg ábyrgð gagnvart börnum hvílir ekki einungis á foreldrum heldur einnig á markaðnum og stjórnvöldum þessa lands sem settu áfengislög á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ágætis bæklingur var gefinn út af forsætisráðuneytinu, Þjóðkirkjunni, Velferðarsjóði barna, Umboðsmanni barna ásamt Heimili og skóla. Bæklingurinn ber heitið, Verndum bernskuna, og er ætlaður foreldrum og uppalendum. Í bæklingnum koma fram tíu heilræði. Heilræði nr. 6 hljómar þannig að foreldrum er ætlað að hlífa barninu við ónauðsynlegu áreiti. Í því heilræði kemur einnig fram að ýmsir bera ábyrgð á því sem borið er á borð fyrir barnið þitt, þú sem foreldri og uppalandi, fjölskyldan, starfsfólk skóla og fjölmiðlar (Verndum bernskuna, e.d.). Ágætis heilræði og ágætt að fá áminningu um hvaða skyldur og ábyrgð ég beri gagnvart mínu barni. En hvernig er það hægt þegar lögbrot eru framin í fjölmiðlum þessa lands daglega. Áfengisauglýsingar verða sífellt fyrirferðarmeiri í íslensku samfélagi og ekki nóg með að fjölmiðlar séu duglegir að birta áfengisauglýsingar því einnig má sjá ýmsa fyrirtækjabíla merkta áfengistegundum. Eitt er víst að við síendurteknar auglýsingar á áfengi þá myndast jákvæðari viðhorf til áfengis og væntanlega aukast líkurnar hjá þeim sem horfir eða hlustar á áfengisauglýsingu á að kaupa auglýsta vöru. En erum við ekki með lög í landinu sem segja að það sé bannað að auglýsa áfengi? Í áfengislöggjöfinni kemur fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu (Lög um áfengi nr.7515/1998). Og ef við skoðum lög um tóbaksvarnir þá er svipað uppi á teningnum. En þar kemur fram að hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi (Lög um tóbaksvarnir, nr.631/2002). Ekki er mikil munur á orðalagi í þessum tveimur greinum, annars vegar 7.gr í Lög um tóbaksvarnir og hins vegar 20.gr. Tóbaksauglýsingar hef ég ekki orðið vör við en sífellt er verið að auglýsa áfengi í fjölmiðlum landsins. Hvernig stendur á því? Eru innflytjendur áfengis tilbúnari til þess að fremja lögbrot en þeir sem flytja inn tóbakið? Eða er þetta bara allt sama tóbakið? Það að lög séu ekki virt í landinu er til háborinnar skammar. Innflytjendur áfengis þurfa leyfi til þess að fá að flytja inn áfengi og það leyfi fá þeir frá stjórnvöldum. Lög hafa svo verið sett þar sem bannað er að auglýsa þessa ákveðna neysluvöru sem, eins og flestir vita, er engin venjuleg neysluvara. Hvernig svo stendur á því að innflytjendur geta í sífellu verið að brjóta landslög og komast upp með það á ég erfitt með að skilja. Kærur vegna áfengisauglýsinga hafa verið sendar en lítið sem ekkert er gert til þess að stöðva þetta áreiti. Ef eitthvað er þá fjölgar áfengisauglýsingum frekar en hitt. Til hvers að vera með lög ef ekki er farið eftir þeim? Í skýrslu, Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna sem forsætisráðuneytið lét gera til þess að styðja við útrásina er talið til kosta að Íslendingar séu ekki svo mikið fyrir reglur og aga. Þessi skýrsla birtist í apríl árið 2008. Við vitum nú öll hvernig það endaði. Viljum við að samfélagið sé þannig að einstaklingar og fyrirtæki brjóti lög og reglur til þess eins að græða sem mest? Því það er væntanlega peningagræðgin sem knýr innflytjendur áfram. Vonin um að fleiri kaupi áfengið og ekki verra að fá að kynna fyrir börn og ungt fólk sem fyrst fyrir vörunni. Dýrar og vel út pældar auglýsingar dynja á okkur þar sem fjölskyldan situr á föstudagskvöldi fyrir framan sjónvarpið og bíður eftir að fjölskylduþátturinn „Útsvar" hefjist. Þvílík snilld og það í Ríkissjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna. Ég sem foreldri og uppalandi er orðin langþreytt á þessari þvælu þeirra sem eiga að sjá til þess að við séum laus við áfengisauglýsingar og kalla eftir aðgerðum stjórnvalda. Viljum við virkilega að börn og ungmenni séu að „fræðast" um hvaða áfengistegund sé best af ráðandi markaðsöflum sem eru svo sannarlega að nýta sér frjálsræðið hér á landi? Samfélagsleg og siðferðisleg ábyrgð gagnvart börnum hvílir ekki einungis á foreldrum heldur einnig á markaðnum og stjórnvöldum þessa lands sem settu áfengislög á sínum tíma.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun