Auður banka fari til þjóðar 4. október 2011 07:00 Líkt og oft áður leit hver silfrið sínum augum í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gær. Stjórnarliðar gumuðu af góðum árangri í efnahagsmálum en stjórnarandstæðingar gagnrýndu efnahagsstjórnina.fréttablaðið/anton Jóhanna Sigurðardóttir sagði í stefnuræðu sinni í gær að ríkisstjórnin teldi að bankarnir þyrftu að leggja meira af mörkum til samfélagsins og uppgjör þeirra sýndi að þeir væru aflögufærir. „Á sama tíma og heimilin, fyrirtækin og velferðarþjónustan búa við samdrátt í kjölfar hruns fjármálakerfisins er það samfélagsleg skylda bankanna að skila þessum mikla hagnaði aftur til samfélagsins með einhverjum hætti.“ Jóhanna sagði bankana hljóta að hugsa sinn gang, þeir hefðu á síðustu árum og jafnvel áratugum fyrir hrun sagt sig úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í ræðu sinni að ítrekað væri sagt við fólk að öllu svigrúmi bankanna til skuldaleiðréttingar hefði verið ráðstafað og jafnvel rúmlega það. „En næsta dag berast svo fréttir af feiknarlegum hagnaði fjármálafyrirtækjanna. Er von að slíkt valdi ólgu og vonbrigðum?“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra greip þetta á lofti og sagðist vonast til þess að Bjarni styddi tillögu um nýjan bankaskatt, fyrst þessi væri skoðun hans. Steingrímur sagði mikilsverðan árangur hafa náðst í efnahagsmálum sem hefði vakið athygli út fyrir landsteinana. Hann hvatti þá sem gagnrýndu ríkisstjórnina til að viðurkenna þó það sem vel væri gert. Af nógu væri að taka af gagnrýnisefnum en þeir sem ýttu bara undir sundurlyndi gerðu umræðunni ekkert gagn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði skýrslu fjármálaráðuneytisins um endurreisn bankanna sýna að meðvituð ákvörðun hefði verið tekin um að afskrifa minna af lánum almennings en tilefni hefði verið til. Erlendir kröfuhafar hefðu notið ávaxtanna, en ekki heimilin. „Það svigrúm sem hefði átt að nýta til að færa niður skuldir heimilanna er nú þess í stað fært sem milljarða hagnaður í bókum bankanna og fer að lokum út úr þeim sem arður til erlendra vogunarsjóða.“ Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði banka hvorki hafa samvisku né siðferðiskennd og ekki skila fé til baka nema tilneyddir. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í stefnuræðu sinni í gær að ríkisstjórnin teldi að bankarnir þyrftu að leggja meira af mörkum til samfélagsins og uppgjör þeirra sýndi að þeir væru aflögufærir. „Á sama tíma og heimilin, fyrirtækin og velferðarþjónustan búa við samdrátt í kjölfar hruns fjármálakerfisins er það samfélagsleg skylda bankanna að skila þessum mikla hagnaði aftur til samfélagsins með einhverjum hætti.“ Jóhanna sagði bankana hljóta að hugsa sinn gang, þeir hefðu á síðustu árum og jafnvel áratugum fyrir hrun sagt sig úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í ræðu sinni að ítrekað væri sagt við fólk að öllu svigrúmi bankanna til skuldaleiðréttingar hefði verið ráðstafað og jafnvel rúmlega það. „En næsta dag berast svo fréttir af feiknarlegum hagnaði fjármálafyrirtækjanna. Er von að slíkt valdi ólgu og vonbrigðum?“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra greip þetta á lofti og sagðist vonast til þess að Bjarni styddi tillögu um nýjan bankaskatt, fyrst þessi væri skoðun hans. Steingrímur sagði mikilsverðan árangur hafa náðst í efnahagsmálum sem hefði vakið athygli út fyrir landsteinana. Hann hvatti þá sem gagnrýndu ríkisstjórnina til að viðurkenna þó það sem vel væri gert. Af nógu væri að taka af gagnrýnisefnum en þeir sem ýttu bara undir sundurlyndi gerðu umræðunni ekkert gagn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði skýrslu fjármálaráðuneytisins um endurreisn bankanna sýna að meðvituð ákvörðun hefði verið tekin um að afskrifa minna af lánum almennings en tilefni hefði verið til. Erlendir kröfuhafar hefðu notið ávaxtanna, en ekki heimilin. „Það svigrúm sem hefði átt að nýta til að færa niður skuldir heimilanna er nú þess í stað fært sem milljarða hagnaður í bókum bankanna og fer að lokum út úr þeim sem arður til erlendra vogunarsjóða.“ Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði banka hvorki hafa samvisku né siðferðiskennd og ekki skila fé til baka nema tilneyddir. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira