Íslensk erfðagreining uppgötvar krabbameinsgen 4. október 2011 11:00 Uppgötvanirnar leggja til þekkingu um hvernig maðurinn er saman settur en það er okkar trú að þannig sé auðveldara að takast á við vandamál, þróa greiningartæki og meðferð. Vísindamenn hjá ÍE hafa í samstarfi við aðra vísindamenn hérlendis og vísindamenn í Hollandi, Finnlandi og á Spáni fundið erfðabreytileika í BRIP1 geninu sem tengist aukinni hættu á krabbameini í eggjastokkum. Þeir hafa einnig fundið erfðabreytileika í öðru geni, TP53, sem tengist hættu á húðkrabbameini, krabbameini í blöðruhálskirtli og krabbameini í heila. Greinar þess efnis birtust á vef tímaritsins Nature Genetics í vikunni sem leið. „Það má segja að breytileikar í erfðamengi mannsins geti haft tvenns konar áhrif á áhættu á sjúkdómum,“ segir Kári Stefánsson forstjóri ÍE. „Við eins og aðrir sem starfa við erfðafræðirannsóknir í heiminum í dag, höfum að mestu leyti verið að elta uppi þær breytur í erfðamengi mannsins sem eru tiltölulega algengar og hafa fremur væg áhrif. Þessar breytur hafa margar með eiginleika eins og hæð, þyngd, hjartsláttartíðni og fleira í þeim dúr að gera og fylgja normaldreifingu. Fólk á öðrum enda þeirra dreifingar er í aukinni hættu á ákveðnum sjúkdómi en á hinum endanum er það varið fyrir sama sjúkdómi. Upp á síðkastið höfum við hins vegar verið að raðgreina allt erfðamengi stórs hóps Íslendinga og leitað uppi fágætar breytur sem geta valdið mjög aukinni áhættu á tilteknum sjúkdómum. Þessar fágætu breytur rjúfa áhrif almennu breytanna og geta haft alvarleg áhrif. Breytingarnar í BRIP1-geninu sem sagt var frá í Nature Genetics síðastliðinn sunnudag auka að sögn Kára líkur á krabbameini í eggjastokkum til muna. Eggjastokkakrabbamein er erfitt viðureignar og það hefur gengið illa að bæta horfur þeirra kvenna sem greinast með það. „Ástæðan er sú að eggjastokkakrabbamein greinist yfirleitt mjög seint. Ein leið til að bæta horfurnar er að greina sjúkdóminn fyrr með því að finna þær konur sem eru í mikilli áhættu og skima þær reglulega. Þessi uppgötvun okkar eykur líkur á að það verði hægt,“ segir Kári. Hann segir eina stökkbreytingu hafa fundist í þessu geni á Íslandi og aðra í sama geni á Spáni. „Stökkbreytingin á Spáni veldur enn meiri áhættu á eggjastokkakrabbameininu en sú íslenska. Íslenska stökkbreytingin eykur eingöngu líkur á eggjastokkakrabbameini en sú spænska eykur auk þess líkur á brjóstakrabbameini.” Niðurstöður er varða hættu á húðkrabbameini, krabbameini í blöðruhálskirtli og krabbameini í heila birtust í Nature Genetics fyrir rúmri viku. Í þeirri rannsókn var einnig notast við gögn sem byggja á raðgreiningu Íslendinga. Þar var einangraður erfðabreytileiki í TP53-geninu en það gen hefur áður verið tengt við þróun krabbameinsæxla. Þessi breytileiki finnst í einum af hverjum 25 Íslendingum. Kári segir að vísindamenn um allan heim vinni við að raðgreina erfðamengi mannsins í þeirri von að finna breytileika sem varpar ljósi á sjúkdóma en slíkar rannsóknir er auðveldara að framkvæma hérlendis. „Ástæðan er sú að fágætar stökkbreytingar hafa minni fjölbreytileika á Íslandi og því auðveldara að finna þær en víðast hvar erlendis. Skýringin á því er sú að erfðamengi þeirra einstaklinga sem byggja landið í dag koma frá tiltölulega fáum forfeðrum.“ vera@frettabladid.is Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Vísindamenn hjá ÍE hafa í samstarfi við aðra vísindamenn hérlendis og vísindamenn í Hollandi, Finnlandi og á Spáni fundið erfðabreytileika í BRIP1 geninu sem tengist aukinni hættu á krabbameini í eggjastokkum. Þeir hafa einnig fundið erfðabreytileika í öðru geni, TP53, sem tengist hættu á húðkrabbameini, krabbameini í blöðruhálskirtli og krabbameini í heila. Greinar þess efnis birtust á vef tímaritsins Nature Genetics í vikunni sem leið. „Það má segja að breytileikar í erfðamengi mannsins geti haft tvenns konar áhrif á áhættu á sjúkdómum,“ segir Kári Stefánsson forstjóri ÍE. „Við eins og aðrir sem starfa við erfðafræðirannsóknir í heiminum í dag, höfum að mestu leyti verið að elta uppi þær breytur í erfðamengi mannsins sem eru tiltölulega algengar og hafa fremur væg áhrif. Þessar breytur hafa margar með eiginleika eins og hæð, þyngd, hjartsláttartíðni og fleira í þeim dúr að gera og fylgja normaldreifingu. Fólk á öðrum enda þeirra dreifingar er í aukinni hættu á ákveðnum sjúkdómi en á hinum endanum er það varið fyrir sama sjúkdómi. Upp á síðkastið höfum við hins vegar verið að raðgreina allt erfðamengi stórs hóps Íslendinga og leitað uppi fágætar breytur sem geta valdið mjög aukinni áhættu á tilteknum sjúkdómum. Þessar fágætu breytur rjúfa áhrif almennu breytanna og geta haft alvarleg áhrif. Breytingarnar í BRIP1-geninu sem sagt var frá í Nature Genetics síðastliðinn sunnudag auka að sögn Kára líkur á krabbameini í eggjastokkum til muna. Eggjastokkakrabbamein er erfitt viðureignar og það hefur gengið illa að bæta horfur þeirra kvenna sem greinast með það. „Ástæðan er sú að eggjastokkakrabbamein greinist yfirleitt mjög seint. Ein leið til að bæta horfurnar er að greina sjúkdóminn fyrr með því að finna þær konur sem eru í mikilli áhættu og skima þær reglulega. Þessi uppgötvun okkar eykur líkur á að það verði hægt,“ segir Kári. Hann segir eina stökkbreytingu hafa fundist í þessu geni á Íslandi og aðra í sama geni á Spáni. „Stökkbreytingin á Spáni veldur enn meiri áhættu á eggjastokkakrabbameininu en sú íslenska. Íslenska stökkbreytingin eykur eingöngu líkur á eggjastokkakrabbameini en sú spænska eykur auk þess líkur á brjóstakrabbameini.” Niðurstöður er varða hættu á húðkrabbameini, krabbameini í blöðruhálskirtli og krabbameini í heila birtust í Nature Genetics fyrir rúmri viku. Í þeirri rannsókn var einnig notast við gögn sem byggja á raðgreiningu Íslendinga. Þar var einangraður erfðabreytileiki í TP53-geninu en það gen hefur áður verið tengt við þróun krabbameinsæxla. Þessi breytileiki finnst í einum af hverjum 25 Íslendingum. Kári segir að vísindamenn um allan heim vinni við að raðgreina erfðamengi mannsins í þeirri von að finna breytileika sem varpar ljósi á sjúkdóma en slíkar rannsóknir er auðveldara að framkvæma hérlendis. „Ástæðan er sú að fágætar stökkbreytingar hafa minni fjölbreytileika á Íslandi og því auðveldara að finna þær en víðast hvar erlendis. Skýringin á því er sú að erfðamengi þeirra einstaklinga sem byggja landið í dag koma frá tiltölulega fáum forfeðrum.“ vera@frettabladid.is
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði