Innlent

Vilja ekki gera kjósendur sína reiða

stefanía óskarsdóttir
stefanía óskarsdóttir
Stjórnmálamenn eru allt of tregir til að ganga gegn kjósendum sínum af ótta við að gera þá reiða. Ákveðinnar undanlátssemi gætir í samfélagsumræðunni og enginn vill stíga fram og segja að það sé of langt gengið þegar eggjum og öðrum hlutum er kastað í þingmenn á Austurvelli. Þetta er mat Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings.

„Það virðist vera hræðsla í gangi gagnvart þessum öflum, sem eru að feta sig lengra og lengra í átt að upplausn,“ segir Stefanía. Hún telur ekki eðlilegt að alþingismenn séu grýttir og fólk sé með óspektir á almannafæri við þingsetningu. „Þetta endurspeglar gífurlega mikil átök um hagsmuni. Við lifum á tímum niðurskurðar og samdráttar og kreppan er að bíta í fólk. Þetta verður ekki auðveldlega leyst,“ segir Stefanía. „Þá beinist reiðin að stjórnvöldum og það er gerð sú krafa að þau leysi hvers manns vanda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×