Erlent

Ráðist inn í Sirte frá austri

Frá Líbíu.
Frá Líbíu.
Ráðist var inn í borgina Sirte í Líbíu frá austri í fyrsta sinn í gær. Fylgismenn Gaddafís og uppreisnarmenn há þar harða bardaga.

Undanfarna daga hefur verið barist í kringum borgina, sem er önnur tveggja sem enn eru á valdi Gaddafís. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Sirte sagði í gær óbreytta borgara streyma út úr borginni. Þeir sem eftir eru í borginni eru nú í mikilli hættu vegna þess að þeir eru mitt á milli stríðandi fylkinga. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×