Kjósendur VG helst á móti kaupum Nubo 9. september 2011 08:45 Bragi Benediktsson, eigandi og ábúandi í Grímstungu á Grímsstöðum, fær hér vinargjöf úr hendi Huangs Nubo. Með þeim er Ragnar Benediktsson. Mynd/Úr einkasafni. Stuðningsmenn Vinstri grænna skera sig frá öðrum með almennri andstöðu við að Huang Nubo fái að kaupa Grímsstaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti landsmanna vill heimila landakaupin. Innan við fjórðungur prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja að kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo fái að kaupa stóra landareign á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem unnin var í gærkvöldi. Þetta er áberandi lægra hlutfall en meðal stuðningsmanna annarra flokka. Alls sögðust 59,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni mjög eða frekar hlynntir landakaupunum. Um 22,7 prósent sögðust hlutlausir, og 18,2 prósent sögðust mjög eða frekar andvígir. Bæði innanríkisráðherra og kínversk stjórnvöld þurfa að samþykkja kaupin, eigi þau að ganga eftir. Þegar skoðuð er afstaða fólks eftir því hvaða flokk það segist myndi kjósa yrði gengið til þingkosninga nú kemur í ljós að stuðningur við landakaupin er áberandi minnstur meðal stuðningsmanna Vinstri grænna. Um 23,5 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú segjast mjög eða frekar hlynnt kaupunum og um 26,5 prósent segjast hlutlaus, en 50 prósent segjast mjög eða frekar andvíg því að kaupin nái fram að ganga. Stuðningur við landakaupin er mun meiri meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls sögðust 65,6 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar hlynnt kaupunum, 14,1 prósent sögðust hlutlaus og 20,3 prósent á móti. Af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðust 65,1 prósent mjög eða frekar hlynnt kaupunum, 23,4 prósent sögðust hlutlaus en 11,4 prósent mjög eða frekar andvíg. Stuðningur við landakaupin reyndist mestur meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Úr þeim hópi sögðust 74,4 prósent hlynnt landakaupum Nubo, 9,3 prósent sögðust hlutlaus en 16,3 prósent andvíg kaupunum. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 8. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo fái að kaupa land á Grímsstöðum á fjöllum? Alls tóku 90,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Tengdar fréttir Meirihluti hlynntur Nubo Meirihluti landsmanna er hlynntur því að leyfa kínverska kaupsýslumanninum Huang Nubo að kaupa stóra landareign á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 9. september 2011 07:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Stuðningsmenn Vinstri grænna skera sig frá öðrum með almennri andstöðu við að Huang Nubo fái að kaupa Grímsstaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti landsmanna vill heimila landakaupin. Innan við fjórðungur prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja að kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo fái að kaupa stóra landareign á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem unnin var í gærkvöldi. Þetta er áberandi lægra hlutfall en meðal stuðningsmanna annarra flokka. Alls sögðust 59,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni mjög eða frekar hlynntir landakaupunum. Um 22,7 prósent sögðust hlutlausir, og 18,2 prósent sögðust mjög eða frekar andvígir. Bæði innanríkisráðherra og kínversk stjórnvöld þurfa að samþykkja kaupin, eigi þau að ganga eftir. Þegar skoðuð er afstaða fólks eftir því hvaða flokk það segist myndi kjósa yrði gengið til þingkosninga nú kemur í ljós að stuðningur við landakaupin er áberandi minnstur meðal stuðningsmanna Vinstri grænna. Um 23,5 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú segjast mjög eða frekar hlynnt kaupunum og um 26,5 prósent segjast hlutlaus, en 50 prósent segjast mjög eða frekar andvíg því að kaupin nái fram að ganga. Stuðningur við landakaupin er mun meiri meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls sögðust 65,6 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar hlynnt kaupunum, 14,1 prósent sögðust hlutlaus og 20,3 prósent á móti. Af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðust 65,1 prósent mjög eða frekar hlynnt kaupunum, 23,4 prósent sögðust hlutlaus en 11,4 prósent mjög eða frekar andvíg. Stuðningur við landakaupin reyndist mestur meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Úr þeim hópi sögðust 74,4 prósent hlynnt landakaupum Nubo, 9,3 prósent sögðust hlutlaus en 16,3 prósent andvíg kaupunum. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 8. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo fái að kaupa land á Grímsstöðum á fjöllum? Alls tóku 90,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Tengdar fréttir Meirihluti hlynntur Nubo Meirihluti landsmanna er hlynntur því að leyfa kínverska kaupsýslumanninum Huang Nubo að kaupa stóra landareign á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 9. september 2011 07:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Meirihluti hlynntur Nubo Meirihluti landsmanna er hlynntur því að leyfa kínverska kaupsýslumanninum Huang Nubo að kaupa stóra landareign á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 9. september 2011 07:00