Ráðherra sakaður um afskipti af sölu 9. september 2011 06:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn flokksins voru gagnrýnir á fjármálaráðherra og sögðu hann hafa átt óeðlilega aðkomu að sölu HS Orku til Magma. fréttablaðið/anton Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að fjármálaráðherra gæfi þeim munnlega skýrslu um aðkomu sína að kaupum Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Vitnuðu þeir í frétt Morgunblaðsins, þar sem segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið í leynimakki vegna málsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fjármálaráðherra hafi lagt blessun sína yfir að Magma eignaðist helmingshlut í HS Orku. Það hafi brotið í bága við yfirlýsingar umhverfisráðherra um pólitískan vilji fyrir því að fyrirtækið væri í innlendri eigu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði í Morgunblaðið þar sem sagt var að fjármálaráðherra hefði krafist fjölbreytni í viðskiptahópi fyrirtækisins. Steingrímur segir það af og frá. Stjórnvöld hafi reynt að koma saman eigendahópi til að tryggja að HS Orka yrði að meirihluta, eða að minnsta kosti að helmingi, í eigu innlendra aðila. Það hafi öllum átt að vera ljóst, enda hafi verið margfjallað um málið í fjölmiðlum. „Að öðru leyti var ekki fjallað um áform fyrirtækisins. Það var ekki verið að reyna að stýra því í hvað rafmagnið færi. Ég ræddi við Beaty [forstjóra Magma Energy] um almennar áherslur okkar um að auka fjölbreytni í orkunotkun. Beaty var sammála því, sem og því að æskilegt væri að fá sem hæst orkuverð. Þetta voru á engan hátt inngrip stjórnvalda," segir Steingrímur. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir allar hugmyndir stjórnvalda um orkusölu fyrirtækisins hafa verið hluta af framtíðarsýn, færi svo að ríkið gengi á einhvern hátt inn í kaupin. „Menn voru að skoða alvarlega hvort hægt væri að ná saman hópi opinberra aðila, lífeyrissjóða, sveitarfélaga og ríkis, til að tryggja að fyrirtækið færi ekki í eigu erlendra aðila. Allir vita hvernig fór." Katrín segir fráleitt að tala um óeðlileg afskipti ráðherra. „Ég veit ekki til að fjármálaráðherra hafi einhver tök á að gefa HS orku einhver fyrirmæli." kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að fjármálaráðherra gæfi þeim munnlega skýrslu um aðkomu sína að kaupum Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Vitnuðu þeir í frétt Morgunblaðsins, þar sem segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið í leynimakki vegna málsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fjármálaráðherra hafi lagt blessun sína yfir að Magma eignaðist helmingshlut í HS Orku. Það hafi brotið í bága við yfirlýsingar umhverfisráðherra um pólitískan vilji fyrir því að fyrirtækið væri í innlendri eigu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði í Morgunblaðið þar sem sagt var að fjármálaráðherra hefði krafist fjölbreytni í viðskiptahópi fyrirtækisins. Steingrímur segir það af og frá. Stjórnvöld hafi reynt að koma saman eigendahópi til að tryggja að HS Orka yrði að meirihluta, eða að minnsta kosti að helmingi, í eigu innlendra aðila. Það hafi öllum átt að vera ljóst, enda hafi verið margfjallað um málið í fjölmiðlum. „Að öðru leyti var ekki fjallað um áform fyrirtækisins. Það var ekki verið að reyna að stýra því í hvað rafmagnið færi. Ég ræddi við Beaty [forstjóra Magma Energy] um almennar áherslur okkar um að auka fjölbreytni í orkunotkun. Beaty var sammála því, sem og því að æskilegt væri að fá sem hæst orkuverð. Þetta voru á engan hátt inngrip stjórnvalda," segir Steingrímur. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir allar hugmyndir stjórnvalda um orkusölu fyrirtækisins hafa verið hluta af framtíðarsýn, færi svo að ríkið gengi á einhvern hátt inn í kaupin. „Menn voru að skoða alvarlega hvort hægt væri að ná saman hópi opinberra aðila, lífeyrissjóða, sveitarfélaga og ríkis, til að tryggja að fyrirtækið færi ekki í eigu erlendra aðila. Allir vita hvernig fór." Katrín segir fráleitt að tala um óeðlileg afskipti ráðherra. „Ég veit ekki til að fjármálaráðherra hafi einhver tök á að gefa HS orku einhver fyrirmæli." kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira