Erlent

Byssuskot hljóp af á flugvelli

Skot hljóp úr haglabyssu á flughlaðinu á flugvellinum í Kaupmannahöfn.
Skot hljóp úr haglabyssu á flughlaðinu á flugvellinum í Kaupmannahöfn.
Tveir starfsmenn flugvallarins í Kaupmannahöfn meiddust lítillega í vikunni þegar skot hljóp úr haglabyssu sem var í farangri vélar.

Politiken segir svo frá að taska með byssunni hafi verið í vél frá Orlando. Skotið hafi hlaupið af þegar taskan var sett upp á farangursvagn, en högl lentu einnig í væng vélarinnar.

Eigandi byssunnar, 76 ára gamall maður frá einu Norðurlandaríkjnna, var að sögn miður sín vegna slyssins. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir honum fyrir að stofna lífi annarra í hættu með gáleysi sínu. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×