Uppreisnarsveitir þrengja að Gaddafí 18. ágúst 2011 05:45 Uppreisnarmaður forðar sér undan skotum frá leyniskyttu á götum Savíja. nordicphotos/AFP Hörð átök brutust út í gær milli uppreisnarmanna og liðsveita Múammars Gaddafí í borginni Savíja, þar sem þeir börðust um yfirráð einu starfhæfu olíuhreinsistöðvar landsins. Savíja er skammt frá höfuðborginni Trípolí og sögðust uppreisnarmenn hafa náð að loka fyrir allt streymi olíu og gass til höfuðborgarinnar, þar sem Gaddafí hefst við ásamt helstu stuðningsmönnum sínum. Á laugardaginn var tókst uppreisnarmönnum að komast inn í Savíja úr bækistöðvum sínum í fjallahéruðunum vestan til í landinu og hafa síðan smám saman fikrað sig lengra inn í borgina. Þeir hafa veginn á milli Savíja og Trípolí á sínu valdi, og hafa því þrengt verulega að Gaddafí sem á nú erfitt með að fá bæði olíu, gas og aðrar nauðsynjar fluttar til höfuðborgarinnar. Þeir herja nú að höfuðborginni bæði úr vestri og suðri auk þess sem hersveitir NATO ráða lögum og lofum á hafinu fyrir norðan Trípolí, sem er á strönd Miðjarðarhafsins. Uppreisnarmenn ráða að mestu yfir austurhluta landsins og hafa stofnað bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí, þar sem uppreisnin hófst fyrir fimm mánuðum. Þeir eru vongóðir og segja aðeins fáeinar vikur í að Gaddafí-stjórnin falli. Leon Panetta, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist einnig telja að dagar Gaddafís séu brátt taldir. Gaddafí og liðsmönnum hans hefur engu að síður tekist að verjast falli mánuðum saman, mun lengur en bjartsýnustu raddir reiknuðu með þegar leiðtogar NATO-ríkjanna ákváðu að blanda sér í átökin seint í mars með loftárásum. Átökin um olíuhreinstöðina í Savíja hófust á þriðjudag, en strax á laugardag – eftir að uppreisnarmenn réðust fyrst inn í borgina – hófust viðræður þeirra við hermenn Gaddafís, sem eru í olíuhreinsistöðinni til að verja hana. Sumir þeirra gáfust upp á þriðjudag, flestir heimamenn í Savíja. Margir almennra starfsmanna stöðvarinnar fóru þaðan strax á fyrstu vikum borgarastríðsins, sem hófst um miðjan febrúar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Hörð átök brutust út í gær milli uppreisnarmanna og liðsveita Múammars Gaddafí í borginni Savíja, þar sem þeir börðust um yfirráð einu starfhæfu olíuhreinsistöðvar landsins. Savíja er skammt frá höfuðborginni Trípolí og sögðust uppreisnarmenn hafa náð að loka fyrir allt streymi olíu og gass til höfuðborgarinnar, þar sem Gaddafí hefst við ásamt helstu stuðningsmönnum sínum. Á laugardaginn var tókst uppreisnarmönnum að komast inn í Savíja úr bækistöðvum sínum í fjallahéruðunum vestan til í landinu og hafa síðan smám saman fikrað sig lengra inn í borgina. Þeir hafa veginn á milli Savíja og Trípolí á sínu valdi, og hafa því þrengt verulega að Gaddafí sem á nú erfitt með að fá bæði olíu, gas og aðrar nauðsynjar fluttar til höfuðborgarinnar. Þeir herja nú að höfuðborginni bæði úr vestri og suðri auk þess sem hersveitir NATO ráða lögum og lofum á hafinu fyrir norðan Trípolí, sem er á strönd Miðjarðarhafsins. Uppreisnarmenn ráða að mestu yfir austurhluta landsins og hafa stofnað bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí, þar sem uppreisnin hófst fyrir fimm mánuðum. Þeir eru vongóðir og segja aðeins fáeinar vikur í að Gaddafí-stjórnin falli. Leon Panetta, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist einnig telja að dagar Gaddafís séu brátt taldir. Gaddafí og liðsmönnum hans hefur engu að síður tekist að verjast falli mánuðum saman, mun lengur en bjartsýnustu raddir reiknuðu með þegar leiðtogar NATO-ríkjanna ákváðu að blanda sér í átökin seint í mars með loftárásum. Átökin um olíuhreinstöðina í Savíja hófust á þriðjudag, en strax á laugardag – eftir að uppreisnarmenn réðust fyrst inn í borgina – hófust viðræður þeirra við hermenn Gaddafís, sem eru í olíuhreinsistöðinni til að verja hana. Sumir þeirra gáfust upp á þriðjudag, flestir heimamenn í Savíja. Margir almennra starfsmanna stöðvarinnar fóru þaðan strax á fyrstu vikum borgarastríðsins, sem hófst um miðjan febrúar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila