Uppreisnarsveitir þrengja að Gaddafí 18. ágúst 2011 05:45 Uppreisnarmaður forðar sér undan skotum frá leyniskyttu á götum Savíja. nordicphotos/AFP Hörð átök brutust út í gær milli uppreisnarmanna og liðsveita Múammars Gaddafí í borginni Savíja, þar sem þeir börðust um yfirráð einu starfhæfu olíuhreinsistöðvar landsins. Savíja er skammt frá höfuðborginni Trípolí og sögðust uppreisnarmenn hafa náð að loka fyrir allt streymi olíu og gass til höfuðborgarinnar, þar sem Gaddafí hefst við ásamt helstu stuðningsmönnum sínum. Á laugardaginn var tókst uppreisnarmönnum að komast inn í Savíja úr bækistöðvum sínum í fjallahéruðunum vestan til í landinu og hafa síðan smám saman fikrað sig lengra inn í borgina. Þeir hafa veginn á milli Savíja og Trípolí á sínu valdi, og hafa því þrengt verulega að Gaddafí sem á nú erfitt með að fá bæði olíu, gas og aðrar nauðsynjar fluttar til höfuðborgarinnar. Þeir herja nú að höfuðborginni bæði úr vestri og suðri auk þess sem hersveitir NATO ráða lögum og lofum á hafinu fyrir norðan Trípolí, sem er á strönd Miðjarðarhafsins. Uppreisnarmenn ráða að mestu yfir austurhluta landsins og hafa stofnað bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí, þar sem uppreisnin hófst fyrir fimm mánuðum. Þeir eru vongóðir og segja aðeins fáeinar vikur í að Gaddafí-stjórnin falli. Leon Panetta, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist einnig telja að dagar Gaddafís séu brátt taldir. Gaddafí og liðsmönnum hans hefur engu að síður tekist að verjast falli mánuðum saman, mun lengur en bjartsýnustu raddir reiknuðu með þegar leiðtogar NATO-ríkjanna ákváðu að blanda sér í átökin seint í mars með loftárásum. Átökin um olíuhreinstöðina í Savíja hófust á þriðjudag, en strax á laugardag – eftir að uppreisnarmenn réðust fyrst inn í borgina – hófust viðræður þeirra við hermenn Gaddafís, sem eru í olíuhreinsistöðinni til að verja hana. Sumir þeirra gáfust upp á þriðjudag, flestir heimamenn í Savíja. Margir almennra starfsmanna stöðvarinnar fóru þaðan strax á fyrstu vikum borgarastríðsins, sem hófst um miðjan febrúar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Hörð átök brutust út í gær milli uppreisnarmanna og liðsveita Múammars Gaddafí í borginni Savíja, þar sem þeir börðust um yfirráð einu starfhæfu olíuhreinsistöðvar landsins. Savíja er skammt frá höfuðborginni Trípolí og sögðust uppreisnarmenn hafa náð að loka fyrir allt streymi olíu og gass til höfuðborgarinnar, þar sem Gaddafí hefst við ásamt helstu stuðningsmönnum sínum. Á laugardaginn var tókst uppreisnarmönnum að komast inn í Savíja úr bækistöðvum sínum í fjallahéruðunum vestan til í landinu og hafa síðan smám saman fikrað sig lengra inn í borgina. Þeir hafa veginn á milli Savíja og Trípolí á sínu valdi, og hafa því þrengt verulega að Gaddafí sem á nú erfitt með að fá bæði olíu, gas og aðrar nauðsynjar fluttar til höfuðborgarinnar. Þeir herja nú að höfuðborginni bæði úr vestri og suðri auk þess sem hersveitir NATO ráða lögum og lofum á hafinu fyrir norðan Trípolí, sem er á strönd Miðjarðarhafsins. Uppreisnarmenn ráða að mestu yfir austurhluta landsins og hafa stofnað bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí, þar sem uppreisnin hófst fyrir fimm mánuðum. Þeir eru vongóðir og segja aðeins fáeinar vikur í að Gaddafí-stjórnin falli. Leon Panetta, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist einnig telja að dagar Gaddafís séu brátt taldir. Gaddafí og liðsmönnum hans hefur engu að síður tekist að verjast falli mánuðum saman, mun lengur en bjartsýnustu raddir reiknuðu með þegar leiðtogar NATO-ríkjanna ákváðu að blanda sér í átökin seint í mars með loftárásum. Átökin um olíuhreinstöðina í Savíja hófust á þriðjudag, en strax á laugardag – eftir að uppreisnarmenn réðust fyrst inn í borgina – hófust viðræður þeirra við hermenn Gaddafís, sem eru í olíuhreinsistöðinni til að verja hana. Sumir þeirra gáfust upp á þriðjudag, flestir heimamenn í Savíja. Margir almennra starfsmanna stöðvarinnar fóru þaðan strax á fyrstu vikum borgarastríðsins, sem hófst um miðjan febrúar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira