Vilja samhæfða stefnu 17. ágúst 2011 08:45 Sarkozy og Merkel kölluðu eftir sameiginlegri hagstjórn evruríkjanna til að verja sameiginlegan gjaldmiðil. Hér sést Sarkozy taka á móti Merkel við komuna til Elysée-hallar í París. Fréttablaðið/AP Samhæfðari stefna í efnahagsmálum er að mati Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, nauðsynleg til að verja evruna. Hún lét þessi orð falla í gær eftir fund með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en meðal þess sem þau leggja til er sameiginleg hagstjórn á evrusvæðinu. Mikill óróleiki hefur verið í efnahagslífi Evrópu síðustu misseri, ekki síst vegna skuldavandamála ríkja eins og Grikklands, Portúgals og Írlands, sem hafa þegið hundruð milljarða evra í styrk. Nýjustu hagtölur frá Frakklandi og Þýskalandi hafa svo enn aukið óvissu með framhaldið, en hartnær enginn hagvöxtur varð í löndunum á öðrum fjórðungi þessa árs. Merkel og Sarkozy hétu því að standa vörð um evruna. Meðal annarra atriða í tillögum þeirra var að koma á sameiginlegum evrópskum skatti á fjármagnsflutninga og að evruríkin myndu stjórnarskrárbinda bann við fjárlagahalla, ekki síðar en næsta sumar. Þá sömdu Frakkland og Þýskaland um að samhæfa fyrirtækjaskatta ríkjanna. Loks má þess geta að leiðtogarnir neituðu að til stæði að gefa út evruskuldabréf og ekki kæmi til greina að efla neyðarsjóð evrusvæðisins. Sarkozy sagði sjóðinn, sem stendur í 440 milljörðum evra í dag, vera nægilega öflugan til að bregðast við þeim þrengingum sem evruríkin horfi fram á. Fyrrnefnt efnahagsyfirvald evrusvæðisins yrði, samkvæmt hugmyndum Merkel og Sarkozys, skipað leiðtogum allra aðildarríkja myntbandalagsins, undir forystu forseta leiðtogaráðs ESB. Óvíst er hver viðbrögð annarra evruríkja verða við tillögunum, sem fela í sér afsal á völdum ríkisstjórna í efnahagsmálum. Tillögurnar fengu blendin viðbrögð á mörkuðum þar sem evran hækkaði í verði gegn Bandaríkjadal fyrst eftir fund Sarkozys og Merkel en gaf svo eftir seinni partinn. Merkel og Sarkozy lögðu áherslu á að enga skyndilausn væri að finna á vandanum. Frekar þyrfti að líta til pólitískra langtímalausna. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Samhæfðari stefna í efnahagsmálum er að mati Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, nauðsynleg til að verja evruna. Hún lét þessi orð falla í gær eftir fund með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en meðal þess sem þau leggja til er sameiginleg hagstjórn á evrusvæðinu. Mikill óróleiki hefur verið í efnahagslífi Evrópu síðustu misseri, ekki síst vegna skuldavandamála ríkja eins og Grikklands, Portúgals og Írlands, sem hafa þegið hundruð milljarða evra í styrk. Nýjustu hagtölur frá Frakklandi og Þýskalandi hafa svo enn aukið óvissu með framhaldið, en hartnær enginn hagvöxtur varð í löndunum á öðrum fjórðungi þessa árs. Merkel og Sarkozy hétu því að standa vörð um evruna. Meðal annarra atriða í tillögum þeirra var að koma á sameiginlegum evrópskum skatti á fjármagnsflutninga og að evruríkin myndu stjórnarskrárbinda bann við fjárlagahalla, ekki síðar en næsta sumar. Þá sömdu Frakkland og Þýskaland um að samhæfa fyrirtækjaskatta ríkjanna. Loks má þess geta að leiðtogarnir neituðu að til stæði að gefa út evruskuldabréf og ekki kæmi til greina að efla neyðarsjóð evrusvæðisins. Sarkozy sagði sjóðinn, sem stendur í 440 milljörðum evra í dag, vera nægilega öflugan til að bregðast við þeim þrengingum sem evruríkin horfi fram á. Fyrrnefnt efnahagsyfirvald evrusvæðisins yrði, samkvæmt hugmyndum Merkel og Sarkozys, skipað leiðtogum allra aðildarríkja myntbandalagsins, undir forystu forseta leiðtogaráðs ESB. Óvíst er hver viðbrögð annarra evruríkja verða við tillögunum, sem fela í sér afsal á völdum ríkisstjórna í efnahagsmálum. Tillögurnar fengu blendin viðbrögð á mörkuðum þar sem evran hækkaði í verði gegn Bandaríkjadal fyrst eftir fund Sarkozys og Merkel en gaf svo eftir seinni partinn. Merkel og Sarkozy lögðu áherslu á að enga skyndilausn væri að finna á vandanum. Frekar þyrfti að líta til pólitískra langtímalausna. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira