Þarf að sigrast á félagslegum vandamálum 16. ágúst 2011 04:30 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að draga þurfi lærdóm af óeirðunum, sem kostuðu fimm manns lífið. Mynd/AP „Þetta hefur orðið til þess að vekja okkur upp hér í landi. Félagsleg vandamál sem hafa grafið um sig áratugum saman hafa nú sprungið framan í okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Hann segir Breta verða að takast á við þá landlægu leti, ábyrgðarleysi og eigingirni sem hann segir rótina að fjögurra daga óeirðum í síðustu viku. „Rétt eins og fólk vildi í síðustu viku taka hart á glæpamönnum á götunum, þá þurfum við nú að takast á við þessi félagslegu vandamál og sigrast á þeim.“ Cameron neitar því hins vegar að fátækt, kynþáttaspenna og harðar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda hafi átt stóran hlut að máli. Þess í stað benti hann á glæpagengi og það sem hann kallaði hið örláta velferðarkerfi Bretlands. „Föðurlaus börn. Agalausir skólar. Afrakstur án erfiðis. Glæpir án refsingar. Réttindi án ábyrgðar. Samfélög án aðhalds. Sumar verstu hliðar mannlegrar náttúru eru látnar átölulausar, og jafnvel ýtt undir þær, af ríkinu og stofnunum þess sem að hluta eru bókstaflega orðnar siðlausar,“ sagði hann. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins og þar með stjórnarandstöðunnar, segir Cameron þarna einfalda málin um of. Hann vill að stjórnvöld einbeiti sér að því að útvega óánægðum ungmennum tækifæri í lífinu. - gb Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
„Þetta hefur orðið til þess að vekja okkur upp hér í landi. Félagsleg vandamál sem hafa grafið um sig áratugum saman hafa nú sprungið framan í okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Hann segir Breta verða að takast á við þá landlægu leti, ábyrgðarleysi og eigingirni sem hann segir rótina að fjögurra daga óeirðum í síðustu viku. „Rétt eins og fólk vildi í síðustu viku taka hart á glæpamönnum á götunum, þá þurfum við nú að takast á við þessi félagslegu vandamál og sigrast á þeim.“ Cameron neitar því hins vegar að fátækt, kynþáttaspenna og harðar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda hafi átt stóran hlut að máli. Þess í stað benti hann á glæpagengi og það sem hann kallaði hið örláta velferðarkerfi Bretlands. „Föðurlaus börn. Agalausir skólar. Afrakstur án erfiðis. Glæpir án refsingar. Réttindi án ábyrgðar. Samfélög án aðhalds. Sumar verstu hliðar mannlegrar náttúru eru látnar átölulausar, og jafnvel ýtt undir þær, af ríkinu og stofnunum þess sem að hluta eru bókstaflega orðnar siðlausar,“ sagði hann. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins og þar með stjórnarandstöðunnar, segir Cameron þarna einfalda málin um of. Hann vill að stjórnvöld einbeiti sér að því að útvega óánægðum ungmennum tækifæri í lífinu. - gb
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira