Hinn grunaði áður dæmdur fyrir nauðgun 10. ágúst 2011 07:00 Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi til 2. september, grunaður um að hafa nauðgað ungri konu á Þjóðhátíð í Eyjum. Hálfþrítugur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa nauðgað ungri konu á Þjóðhátíðarsvæðinu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina síðustu, hefur hlotið dóm fyrir að nauðga ungri stúlku á tjaldsvæði. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2006 og til að greiða fórnarlambinu eina milljón króna. Hæstiréttur lækkaði fangelsisrefsinguna niður í átján mánuði og skaðabæturnar niður í 800 þúsund krónur. Það var að morgni laugardagsins 2. júlí 2005 sem stúlka kom á lögreglustöð og skýrði frá því að sér hefði verið nauðgað um morguninn. Gat hún lýst nauðgaranum, sem hún kvaðst kannast við af tjaldstæði í Hrossabithaga í Hornafjarðarbæ, þar sem hún hefði tjaldað. Kvað hún hann hafa komið til sín og vina sinna og beðið sig að „koma að labba“. Þegar þau komu að trjálundi rétt hjá lét maðurinn til skarar skríða, neyddi hana til kynferðismaka og reyndi að hafa við hana samræði. Hann hélt um háls hennar, þannig að af hlutust áverkar, og reif í hár hennar meðan á nauðguninni stóð. Stúlkan greindi frá því fyrir dómi að maðurinn hefði hlegið að henni eftir athæfið og hótað að drepa hana segði hún frá. Stúlkan fór beint til lögreglunnar og þaðan á heilsugæslustöð. Henni leið afar illa eftir atburðinn. Í vottorði sálfræðings sagði að hún hafi verið mjög óörugg og hrædd, verið viðkvæm, grátgjörn og viljað forðast að hitta fólk. Það varð til þess að hún treysti sér ekki til að fara í skóla um haustið eins og hún hafði ætlað.- jss Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Hálfþrítugur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa nauðgað ungri konu á Þjóðhátíðarsvæðinu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina síðustu, hefur hlotið dóm fyrir að nauðga ungri stúlku á tjaldsvæði. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2006 og til að greiða fórnarlambinu eina milljón króna. Hæstiréttur lækkaði fangelsisrefsinguna niður í átján mánuði og skaðabæturnar niður í 800 þúsund krónur. Það var að morgni laugardagsins 2. júlí 2005 sem stúlka kom á lögreglustöð og skýrði frá því að sér hefði verið nauðgað um morguninn. Gat hún lýst nauðgaranum, sem hún kvaðst kannast við af tjaldstæði í Hrossabithaga í Hornafjarðarbæ, þar sem hún hefði tjaldað. Kvað hún hann hafa komið til sín og vina sinna og beðið sig að „koma að labba“. Þegar þau komu að trjálundi rétt hjá lét maðurinn til skarar skríða, neyddi hana til kynferðismaka og reyndi að hafa við hana samræði. Hann hélt um háls hennar, þannig að af hlutust áverkar, og reif í hár hennar meðan á nauðguninni stóð. Stúlkan greindi frá því fyrir dómi að maðurinn hefði hlegið að henni eftir athæfið og hótað að drepa hana segði hún frá. Stúlkan fór beint til lögreglunnar og þaðan á heilsugæslustöð. Henni leið afar illa eftir atburðinn. Í vottorði sálfræðings sagði að hún hafi verið mjög óörugg og hrædd, verið viðkvæm, grátgjörn og viljað forðast að hitta fólk. Það varð til þess að hún treysti sér ekki til að fara í skóla um haustið eins og hún hafði ætlað.- jss
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira