Lítill háskóli með ódýran kafbát vann stóran sigur 10. ágúst 2011 06:00 Lið Háskólans í Reykjavík, talið frá vinstri: Stefán Freyr Stefánsson, Bjarni Helgason, Hamid Pourvatan, Hendrik Tómasson, Styrmir Hauksson, Guðmundur Viktorsson, Matthías Stefánsson, Hákon Halldórsson, Elín Adda Steinarsdóttir, Eiríkur Jónsson, Guðjón Hugberg Björnsson, Símon Elvar Vilhjálmsson, Tryggvi Þórhallsson og Jón Guðnason. Lið frá Háskólanum í Reykjavík náði fjórða sæti í kafbátamótinu RoboSub sem háð var í San Diego í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Styrmir Hauksson, nemandi í hátækniverkfræði og liðsmaður HR-manna, segir sigurinn sérstaklega sætan í ljósi þess að aðrir keppendur komu frá stórum og mikilsvirtum skólum sem hafa margoft tekið þátt í þessari keppni og leggja mikið upp úr því að ná þar góðum árangri. Þetta er hins vegar í annað sinn sem HR tekur þátt. „Til dæmis er okkar kafbátur hræódýr í samanburði við kafbáta keppinautanna, þess eru dæmi að einstök tæki í bátum hinna skólanna kosti svipað og allur báturinn okkar,“ segir Styrmir. Ekkert útlit var fyrir að þetta yrði frægðarför hjá íslenska liðinu, sem samanstóð af tólf nemendum og tveimur leiðbeinendum, því kafbáturinn sem ber nafnið Freyja virtist ekki ætla að verða neitt happafley. Strax á fyrsta degi opnaðist Freyja þegar verið var að prófa hana í lauginni. „Þetta var hræðilegt áfall,“ segir Jón Guðnason, annar leiðbeinendanna. „Ég held að sú hugsun hafi farið um margan fyrst um sinn að nú væri þessu með öllu lokið.“ Það hefði orðið sneypuför því liðið hefur unnið að hönnun Freyju í marga mánuði. Einnig hefur miklu verið kostað til ferðarinnar sem vissulega kostar sitt. Munar þar mest um ríflegan styrk frá bandaríska sendiráðinu. En í stað þess að gráta Björn bónda var þegar hafist handa við viðgerðir sem síðan nægðu til þess að koma Freyju í undanúrslit. Beittu menn jafnvel óhefðbundnum aðferðum í þeim tilgangi. Til dæmis var ein linsan á Freyju þurrkuð með því að setja hana í hrísgrjón sem draga duglega í sig allan raka. Freyja var síðan komin í form í úrslitunum með fyrrgreindum árangri. Styrmir beitir nú hugviti sínu á öðrum vettvangi en hann vinnur nú að upptökum með hljómsveitinni Árstíðir. Best er að geta þess að upptökur fara fram ofansjávar. jse@frettabladid.is Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Lið frá Háskólanum í Reykjavík náði fjórða sæti í kafbátamótinu RoboSub sem háð var í San Diego í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Styrmir Hauksson, nemandi í hátækniverkfræði og liðsmaður HR-manna, segir sigurinn sérstaklega sætan í ljósi þess að aðrir keppendur komu frá stórum og mikilsvirtum skólum sem hafa margoft tekið þátt í þessari keppni og leggja mikið upp úr því að ná þar góðum árangri. Þetta er hins vegar í annað sinn sem HR tekur þátt. „Til dæmis er okkar kafbátur hræódýr í samanburði við kafbáta keppinautanna, þess eru dæmi að einstök tæki í bátum hinna skólanna kosti svipað og allur báturinn okkar,“ segir Styrmir. Ekkert útlit var fyrir að þetta yrði frægðarför hjá íslenska liðinu, sem samanstóð af tólf nemendum og tveimur leiðbeinendum, því kafbáturinn sem ber nafnið Freyja virtist ekki ætla að verða neitt happafley. Strax á fyrsta degi opnaðist Freyja þegar verið var að prófa hana í lauginni. „Þetta var hræðilegt áfall,“ segir Jón Guðnason, annar leiðbeinendanna. „Ég held að sú hugsun hafi farið um margan fyrst um sinn að nú væri þessu með öllu lokið.“ Það hefði orðið sneypuför því liðið hefur unnið að hönnun Freyju í marga mánuði. Einnig hefur miklu verið kostað til ferðarinnar sem vissulega kostar sitt. Munar þar mest um ríflegan styrk frá bandaríska sendiráðinu. En í stað þess að gráta Björn bónda var þegar hafist handa við viðgerðir sem síðan nægðu til þess að koma Freyju í undanúrslit. Beittu menn jafnvel óhefðbundnum aðferðum í þeim tilgangi. Til dæmis var ein linsan á Freyju þurrkuð með því að setja hana í hrísgrjón sem draga duglega í sig allan raka. Freyja var síðan komin í form í úrslitunum með fyrrgreindum árangri. Styrmir beitir nú hugviti sínu á öðrum vettvangi en hann vinnur nú að upptökum með hljómsveitinni Árstíðir. Best er að geta þess að upptökur fara fram ofansjávar. jse@frettabladid.is
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira