Pyntingarbúðir setja strik í reikning ESB 9. ágúst 2011 03:00 Stofnun sem hefur það að markmiði að stöðva útflutning á demöntum frá stríðshrjáðum löndum hefur ekki viljað opna fyrir útflutning á demöntum frá Simbabve enn sem komið er.Nordicphotos/AFP Hugmyndir Evrópusambandsins (ESB) um að heimila innflutning á demöntum frá Simbabve, með skilyrðum, gætu verið í uppnámi eftir að upplýst var um pyntingarbúðir á demantaekrum landsins. Í fréttaskýringaþættinum Panorama á BBC í gærkvöldi var hulunni flett af pyntingarbúðum sem hermenn og lögreglumenn í landinu reka í Marange-héraði í austurhluta landsins. Stjórnvöld í Simbabve hafa ekki viljað tjá sig um efni þáttarins. Lögreglumenn og hermenn í Simbabve vinna markvisst að því að fá fólk til að vinna við að grafa eftir demöntum fyrir sig. Þeir sem óhlýðnast, eða heimta betri laun eða aðbúnað, eru sendir í pyntingarbúðirnar. Þangað senda lögreglumenn og hermenn einnig fólk sem hefur orðið uppvíst af því að grafa upp demanta án leyfis. Fólk sem haft hefur verið í haldi í búðunum sagði fréttamönnum BBC frá því að fólk af báðum kynjum hafi verið barið með svipum, prikum og steinum, og að konum hafi verið nauðgað. Vitni segja búðirnar hafa verið starfræktar í þrjú ár að minnsta kosti. Fulltrúar ESB hafa undanfarið unnið að því að opna fyrir sölu á alþjóðamarkaði á demöntum frá tveimur námum í Simbabve. Þeir hafa fullyrt að aðstæður í námunum uppfylli alþjóðleg skilyrði. Simbabve hefur ekki getað flutt út demanta með löglegum hætti undanfarin ár eftir að fréttist af morðum og misnotkun á fólki í tengslum við demantavinnslu í landinu. Stærstu pyntingarbúðirnar eru staðsettar innan við tvo kílómetra frá annarri af þeim tveim námum sem ESB telur uppfylla öll skilyrði til útflutnings. Náinn samverkamaður Roberts Mugabe forseta rekur námuna. Fyrrverandi fangar í pyntingarbúðunum í Simbabve lýstu pyntingunum á BBC í gær. „Þetta eru pyntingar, stundum geta námuverkamennirnir ekki gengið eftir barsmíðarnar,“ segir einn fanganna fyrrverandi, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Annar lýsti því hvernig grimmum hundum er sigað á handjárnaða fangana. „Þeir berja okkur 40 sinnum með svipu á morgnana, 40 sinnum seinnipartinn og aftur 40 sinnum á kvöldin,“ sagði fyrrverandi fangi. „Þeir börðu iljarnar á mér með prikum á meðan ég lá á jörðinni. Þeir börðu líka á mér ökklana með steinum,“ sagði hann við fréttamenn BBC.brjann@frettabladid.is Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hugmyndir Evrópusambandsins (ESB) um að heimila innflutning á demöntum frá Simbabve, með skilyrðum, gætu verið í uppnámi eftir að upplýst var um pyntingarbúðir á demantaekrum landsins. Í fréttaskýringaþættinum Panorama á BBC í gærkvöldi var hulunni flett af pyntingarbúðum sem hermenn og lögreglumenn í landinu reka í Marange-héraði í austurhluta landsins. Stjórnvöld í Simbabve hafa ekki viljað tjá sig um efni þáttarins. Lögreglumenn og hermenn í Simbabve vinna markvisst að því að fá fólk til að vinna við að grafa eftir demöntum fyrir sig. Þeir sem óhlýðnast, eða heimta betri laun eða aðbúnað, eru sendir í pyntingarbúðirnar. Þangað senda lögreglumenn og hermenn einnig fólk sem hefur orðið uppvíst af því að grafa upp demanta án leyfis. Fólk sem haft hefur verið í haldi í búðunum sagði fréttamönnum BBC frá því að fólk af báðum kynjum hafi verið barið með svipum, prikum og steinum, og að konum hafi verið nauðgað. Vitni segja búðirnar hafa verið starfræktar í þrjú ár að minnsta kosti. Fulltrúar ESB hafa undanfarið unnið að því að opna fyrir sölu á alþjóðamarkaði á demöntum frá tveimur námum í Simbabve. Þeir hafa fullyrt að aðstæður í námunum uppfylli alþjóðleg skilyrði. Simbabve hefur ekki getað flutt út demanta með löglegum hætti undanfarin ár eftir að fréttist af morðum og misnotkun á fólki í tengslum við demantavinnslu í landinu. Stærstu pyntingarbúðirnar eru staðsettar innan við tvo kílómetra frá annarri af þeim tveim námum sem ESB telur uppfylla öll skilyrði til útflutnings. Náinn samverkamaður Roberts Mugabe forseta rekur námuna. Fyrrverandi fangar í pyntingarbúðunum í Simbabve lýstu pyntingunum á BBC í gær. „Þetta eru pyntingar, stundum geta námuverkamennirnir ekki gengið eftir barsmíðarnar,“ segir einn fanganna fyrrverandi, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Annar lýsti því hvernig grimmum hundum er sigað á handjárnaða fangana. „Þeir berja okkur 40 sinnum með svipu á morgnana, 40 sinnum seinnipartinn og aftur 40 sinnum á kvöldin,“ sagði fyrrverandi fangi. „Þeir börðu iljarnar á mér með prikum á meðan ég lá á jörðinni. Þeir börðu líka á mér ökklana með steinum,“ sagði hann við fréttamenn BBC.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira