Nær blindur maður ætlar í langhlaup með hvíta stafinn 6. ágúst 2011 07:00 Ekki getur hjarta Þórðar verið sem fóarn úr fugli fyrst hann lætur sig hafa það að hlaupa einungis með stafinn að vopni. fréttablaðið/hag Víða um borgina má sjá skokkara koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþonið en blaðamenn Fréttablaðsins ráku þó upp stór augu í fyrrakvöld þegar þeir sáu Þórð Pétursson hlaupa meðfram Miklubrautinni en hann er nær blindur og notast því við blindrastaf á skokkinu. „Ég hleyp hérna frá Lönguhlíð eftir Miklubrautinni og fer síðan upp hjá Suðurveri en þaðan er leiðin svo ógreiðfær heim í Hamrahlíðina að ég geng þann spöl,“ sagði Þórður móður þegar blaðamaður fékk að trufla hann. „Ég fer þetta núna á hverjum degi enda er ég að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þar ætla ég að hlaupa þrjá kílómetra. Ég er nú að vonast til þess að fá aðstoðarmann með mér í það.“ Hann segist óhræddur við að hlaupa með blindrastafinn og enn hafi hann ekki lent í neinu óhappi. Stafurinn er frábrugðinn öðrum blindrastöfum að því leyti að það er kúla á endanum sem Þórður rennir á undan sér. Það þarf heldur betur traust á stafinn til að skokka við þessar aðstæður en Þórður sér einungis birtu. „Ég sé þig til dæmis ekki núna,“ sagði hann við blaðamann þegar hann stóð um metra frá honum. Svava Oddný Ásgeirsdóttir hlaupstjóri segist ekki vita til þess að blindur maður hafi áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „Reyndar er það svo að fólk er svo duglegt og lætur nánast ekkert aftra sér svo það gæti verið að einhver blindur hafi hlaupið hjá okkur án þess að við hefðum orðið vör við það,“ segir hún. Hún segir að um ellefu þúsund manns hafi hlaupið í fyrra og allt útlit sé fyrir svipaðan fjölda í ár. Meðal keppenda verða um þúsund erlendir hlauparar frá um fimmtíu þjóðlöndum. jse@frettabladid.is Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Víða um borgina má sjá skokkara koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþonið en blaðamenn Fréttablaðsins ráku þó upp stór augu í fyrrakvöld þegar þeir sáu Þórð Pétursson hlaupa meðfram Miklubrautinni en hann er nær blindur og notast því við blindrastaf á skokkinu. „Ég hleyp hérna frá Lönguhlíð eftir Miklubrautinni og fer síðan upp hjá Suðurveri en þaðan er leiðin svo ógreiðfær heim í Hamrahlíðina að ég geng þann spöl,“ sagði Þórður móður þegar blaðamaður fékk að trufla hann. „Ég fer þetta núna á hverjum degi enda er ég að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þar ætla ég að hlaupa þrjá kílómetra. Ég er nú að vonast til þess að fá aðstoðarmann með mér í það.“ Hann segist óhræddur við að hlaupa með blindrastafinn og enn hafi hann ekki lent í neinu óhappi. Stafurinn er frábrugðinn öðrum blindrastöfum að því leyti að það er kúla á endanum sem Þórður rennir á undan sér. Það þarf heldur betur traust á stafinn til að skokka við þessar aðstæður en Þórður sér einungis birtu. „Ég sé þig til dæmis ekki núna,“ sagði hann við blaðamann þegar hann stóð um metra frá honum. Svava Oddný Ásgeirsdóttir hlaupstjóri segist ekki vita til þess að blindur maður hafi áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „Reyndar er það svo að fólk er svo duglegt og lætur nánast ekkert aftra sér svo það gæti verið að einhver blindur hafi hlaupið hjá okkur án þess að við hefðum orðið vör við það,“ segir hún. Hún segir að um ellefu þúsund manns hafi hlaupið í fyrra og allt útlit sé fyrir svipaðan fjölda í ár. Meðal keppenda verða um þúsund erlendir hlauparar frá um fimmtíu þjóðlöndum. jse@frettabladid.is
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira